Lára Stefánsdóttir

 

  • Authentic Pilates kennaradiplóma frá Pilates Studio Den Haag 2004

  • ​Mastersgráða í listfræði með áherslu á kóreógrafíu frá Middlesex University 2006

  • Einkaþjálfari í Pilates 2004

  • Atvinnulistdansari og danshöfundur - www.larastef.com

 

Reynsla:

Atvinnulistdansari og danshöfundur frá 1982. Fastráðinn dansari við Íslenska dansflokkinn frá 1982 til 2004. Hefur samið fjölda dansverka og leikstýrt hérlendis sem erlendis og unnið við öll helstu leikhús landsins. Dansverk Láru hafa verið sýnd víða erlendis og  hefur  hún unnið til margra viðurkenninga og verðlauna fyrir verk sín. Skólastjóri Listdansskóla Íslands 2009 -2012. Listrænn stjórnandi Íslenska Dansflokksins 2012 – 2014. Er nú sjálfstæður danslistamaður og Pilates kennari. Kennt Pilateshóptíma, Pilates einkatíma, ballet, nútímadans og kóreógrafíu. Barre Fit kennari hjá Hreyfingu síðan janúar 2015.

 

Ráðstefnur og námskeið:

Ýmis námskeið, vinnustofur, fræðslufundir og ráðstefnur sem viðkoma leikhúsum, dansi, Pilates og heilsu, bæði hérlendis og erlendis, m.a. í Þýskalandi, Danmörku, Finnlandi, Ítalíu, Holllandi, Miami, Portugal og víðar.  

Fylgstu með okkur #hreyfing