Einkaþjálfun

Taktu þátt og breyttu til betri vegar.

Fagmennska nr. 1, 2 og 3.
Einkaþjálfun hjá Hreyfingu kemur á óvart. Þar starfa eingöngu fagmenn og vita nákvæmlega hvað þarf til að ná settum markmiðum. Allir okkar einkaþjálfarar eru menntaðir í faginu og er stærstur hluti þeirra a.m.k. íþróttakennarar að mennt.

Af hverju einkaþjálfun?
Líkamsrækt undir leiðsögn einkaþjálfara er örugg leið til árangurs. Einkaþjálfun er frábær valkostur og hentar öllum, bæði þeim sem eru að hefja átak og hinum sem eru lengra komnir. Fyrir þá sem eru að byrja er einkaþjálfun góð leið til að tryggja að æfingar séu gerðar rétt og settar saman á þann hátt að þjálfunin skili sem bestum árangri. Fyrir hina, sem hafa reynslu af líkamsrækt, er einkaþjálfun leið til að breyta til og kynnast nýjum æfingum sem er nauðsynlegt til að ná framförum og viðhalda áhuga. Þá er einkaþjálfun ótvírætt besti kosturinn fyrir fólk sem glímir við meiðsli eða þjáist af sjúkdómum því komið er í veg fyrir of mikið álag eða val á óheppilegum æfingum.

Starfsmenn einkaþjálfunardeildar Hreyfingar sjá til þess að þú náir þínum markmiðum. Við tökum á móti þér, aðstoðum þig, fylgjumst með framgangi og leiðbeinum.

Eftir hverju ertu að bíða? Fjárfestu í eigin heilsu og komdu í einkaþjálfun!


Allar upplýsingar um einkaþjálfarana er að finna inná heimasíðunni, veldu þann þjálfara sem þú telur henta þér og hafðu samband við hann.

Fylgstu með okkur #hreyfing