Dekur I - Dekur fyrir hendur og fætur
- Handsnyrting, með lakki
- Fótsnyrting, með lakki
Vel snyrtar hendur og fætur veita vellíðan á líkama og sál. Neglur þjalaðar og bónþjalaðar og naglabönd snyrt. Fætur einnig settir í fótabað og hælar raspaðir. Létt nudd á hendur og fætur gerir meðferðina að einstakri dekurmeðferð.
Dekur II - Lúxus dekur fyrir hendur og fætur
- Deluxe handsnyrting, með lakki
- Deluxe fótsnyrting, með lakki
Endurnærandi og styrkjandi meðferð fyrir hendur og fætur. Veitir vellíðan og slökun í senn. Í Deluxe útgáfu af handsnyrtingu og fótsnyrtingu bætist við hitaskrúbbur, nærandi maski og nudd á hendur og fætur. Mýkir sprungnar hendur, hentar vel fyrir bólgna og þreytta fætur og dregur úr merkjum öldrunar, veitir orku, næringu og vellíðan. Handa- og fótanudd í lokin gerir þessa meðferð að sannkölluðu dekri fyrir líkama og sál.
Dekur III - Allur pakkinn
- Endurnærandi andlitsmeðferð 60 mín
- Heilsu- og slökunarnudd í 50 mín
Sannkölluð spa upplifun sem endurnærir líkama og sál og veitir fullkomna slökun. Endurnærandi andlitsmeðferð veitir húðinni orku og nauðsynleg næringarefni. Húðin verður stinn, slétt og ljómandi. Heilsu- og slökunarnudd eykur blóðstreymi og súrefni til vöðva i útlimum. Losar um spennu i líkamanum og er sniðið að þörfum hvers og eins.
Dekur IV - Dekur fyrir verðandi mæður
- Deluxe fótsnyrting, með lakki
- Meðgöngunudd í 50 mín
Einstök upplifun fyrir verðandi mæður. Meðgöngunudd aðlagað að verðandi móður á hvaða tímabili meðgöngunnar sem er. Nuddið dregur úr spennu og verkjum í líkamanum og róar, veitir vellíðan og slökun. Deluxe fótsnyrting er endurnærandi og styrkjandi meðferð sem hentar einstaklega vel fyrir bólgna og þreytta fætur.
Dekur V - Dekur fyrir herrann
- Fótsnyrting
- Heilsu- og slökunarnudd í 50 mín nudd
Hefðbundin fótsnyrting og dásamlegt nudd sem veitir vellíðan á líkama og sál. Klassískt heildrænt nudd eykur blóðstreymi og súrefni til vöðva i útlimum. Losar um spennu i líkamanum og er sniðið að þörfum hvers og eins. Áhrifaríkt og markvisst nudd sem losar um bólgur og spennu á tilgreindum svæðum. Í hefðbundinni fótsnyrtingu er steinefnaríkt fótabað, hælar raspaðir, naglabönd og neglur snyrtar.
Dekur VI - Lúxus dekur
- Endurnærandi andlitsmeðferð í 60 mín
- Heilsu- og slökunarnudd í 50 mín
- Handsnyrting, með lakki
- Fótsnyrting, með lakki
Uppskrift af fullkomnum dekurdegi. Dásamleg slökun sem endurnærir sál og líkama. Endurnærandi andlitsmeðferð veitir húðinni orku og nauðsynleg næringarefni. Húðin verður stinn, slétt og ljómandi. Heilsu- og slökunarnudd eykur blóðstreymi og súrefni til vöðva i útlimum. Losar um spennu i líkamanum og er sniðið að þörfum hvers og eins. Vel snyrtar hendur og fætur veita vellíðan á líkama og sál.