Gjafakort - Nærandi og styrkjandi Blue Lagoon líkamsmeðferð
Gjafakort Hreyfingar er einstök gjöf. Fjölbreytt úrval þjónustu og vara í boði.
Gefðu gjafakort í Nærandi og styrkjandi Blue lagoon líkamsmeðferð
Fullkomin meðferð fyrir líkama og sál, meðferðin hefst með því að líkaminn er skrúbbaður með einstakri blöndu af Blue Lagoon söltum og olíum sem eykur blóðflæðið, endurnýjar efsta lag húðarinnar og gefur húðinni aukinn ljóma og fallegt yfirbragð.
Þá er líkaminn vafinn í blöndu af nærandi Blue Lagoon þörungavafning og styrkjandi kísilvafning. Andlitið er djúphreinsað, nuddað og viðeigandi andlitsmaski borinn á andlitið á meðan vafningurinn er að virka á líkamann. Einstök meðferð sem hreinsar, styrkir og nærir húðina.
Meðferðin er 75 mín.

