Gjafakort Hreyfingar er einstök gjöf. Fjölbreytt úrval þjónustu og vara í boði.
Gefðu gjafakort í Styrkjandi kísilmeðferð
Fullkomið dekur fyrir líkama og sál, hrein orkugjöf úr íslenskri náttúru. Kísillinn djúphreinsar húðina, þéttir hana og styrkir. Meðferðin hefst á mýkjandi líkamsskrúbbi með einstakri blöndu Blue Lagoon þörunga og kísilagna. Líkaminn er síðan vafinn í styrkjandi kísilvafning og fætur eru nuddaðir. Ljúf meðferð sem hreinsar og nærir. Meðferðin endar á slakandi Blue Lagoon heilnuddi.
Í 120 mínútna meðferðinni er andlitið einnig nuddað og djúphreinsað og viðeigandi andlitsmaski borinn á andlitið á meðan vafningurinn er að virka á líkamann. Einstök meðferð sem hreinsar, styrkir og nærir húðina.
Veldu 90 mín eða 120 mín meðferð