5 algengustu mistökin sem fólk gerir á róðravélinni
1. Óskilvirkur róðrahraði
Margir halda að því hraðar sem þú rærð því kraftmeiri er róðurinn. Ef þú rærð of hratt sprengir þú þig og nærð ekki að halda út tímann.
Byrjaðu rólega og auktu kraftinn í gegnum hreyfinguna. Haltu „stroke rate“ fyrir neðan 35 í hverju togi.
2. Röng röð hreyfinga
Röng röð hreyfinga í róðrinum gæti verið að hamla þér að ná framförum.
Rétt röð er eftirfarandi: fætur > miðja > handleggir > handleggir > miðja > fætur.
3. Röng líkamsstaða
Ef þú finnur fyrir verk í baki við róðurinn gæti verið að þú sért annaðhvort að halla þér of langt aftur á bak eða að þú missir axlirnar fram á við og kryppa myndast á bakið.
Rétt tækni er að halda hæfilegri spennu í miðjunni allan tíman og halla sér milli „kl 10 og 14“ í gegnum róðurinn. Axlir ættu að vera dregnar aftur og niður og brjóstkassinn út.
4. Fótstigið ekki stillt
Þessu atriði gleyma margir en það er mikilvægt að gefa sér augnablik í að athuga hvort fótstigið sé rétt stillt fyrir þig. Ef það er ekki rétt stillt þá heftir það hreyfiferilinn í róðrinum og þú nærð ekki eins mikið útúr hreyfingunni eins og þú ættir að geta.
Fótstigið ætti að vera stillt þannig að strappinn fari yfir breiðasta hluta fótarins og hert sé vel að.
5. Nota aðallega handleggina í róðrinum
Ef þú hefur mikinn styrk í efri búk er freistandi að toga fast og nota handleggina mikið í róðrinum. En handleggirnir eru í raun bara að skila um 20% af róðrinum.
Því ætti frekar að leggja áherslu á að nota fótleggina við róðurinn en 60% af kraftinum kemur einmitt frá fótleggjunum. 20% koma frá handleggjum og 20% koma frá miðjustyrk.