Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

6 ástæður þess að þú ættir að stunda styrktaræfingar 2x í viku

Hreyfing

Sú vísa verður aldrei of oft kveðin, að allt fullorðið fólk á að stunda styrktarþjálfun. Raunin er þó enn því miður sú að fæstir gera það. 

Dr. Wayne Westcott er einn helsti sérfræðingur Bandaríkjanna í styrktarþjálfun. Hann hefur rannsakað áhrif styrktarþjálfunar í fjölda ára, haldið fyrirlestra um allan heim og skrifað ótal fræðigreinar. 

Í grein sinni 12 Reasons Every Adult Should Strength Train fer Dr. Westcott yfir það sem vísindin hafa sýnt og sannað að eru tólf ávinningar styrktarþjálfunar. Hér á eftir er okkar samantekt á nokkrum þeirra. Greinina í heild sinni (með upptalningu allra tólf) getur þú nálgast hér:  https://bit.ly/3wwAaYj

Ávinningur 1: Þú kemur í veg fyrir vöðvarýrnun

Vöðvar líkamans eru undirstaða allrar hreyfingar og allt sem gerist í líkama okkar er háð vöðvum. Með árunum, þegar við erum komin á miðjan aldur, byrjar vöðvamassi okkar að rýrna, líka hjá þeim sem stunda mikla og reglulega þolþjálfun eins og hlaup og hjól. Eina leiðin til að viðhalda vöðvamassa og styrk á fullorðins árum er með styrktarþjálfun. 

Ávinningur 2: Þú kemur í veg fyrir að grunnbrennsla þín lækki 

Grunnbrennsla líkamans segir til um heildar orkuþörf líkamans. Vöðvar eru orkufrekir og því leiðir rýrnun á vöðvamassa til lækkunar á grunnbrennslu. 

Ávinningur 3: Þú eykur vöðvamassa þinn

Sem betur fer er hægt að auka vöðvamassann hratt, eða um allt að 1,5 kg á einni viku. Þetta á við um konur og karla sem ekki hafa stundað reglulega styrktarþjálfun. Árangurinn næst með a.m.k. 25 mínútna styrktarþjálfun, 3 daga vikunnar, og er svo sannarlega gríðarlega góð nýting á tíma, enda ávinningurinn mikill og hraður. 

Ávinningur 4: Þú eykur grunnbrennsluna

Aukinn vöðvamassi eykur grunnbrennslu líkamans. Þegar vöðvamassi eykst um 1,5 kg, eykst grunnbrennslan um 7% og dagleg hitaeiningaþörf um 15%. 

Ávinningur 5: Þú minnkar líkamsfitu

Algengt er að þegar vöðvamassinn eykst um 3 kg, minnkar líkamsfitan um 4 kg. 

Ávinningur 6: Þú eykur beinþéttni? Bone Mineral Density

Áhrif styrktarþjálfunar á beinmassa og vöðvamassa eru samskonar. Styrktarþjálfun styrkir beinin. 

Þegar talað er um styrktarþjálfun er algengt að við hugsum fyrst og fremst um útlitið og stærð vöðvanna. En staðreyndin er sú að styrktarþjálfun hefur gríðarlega mikil og jákvæð áhrif á önnur kerfi líkamans, lækkar blóðþrýsting, dregur úr bakverkjum og liðverkjum, kemur jafnvægi á blóðsykurinn og fleira.

Boditrax mæling

Frá 1.900 kr.

MyZone Switch

24.990 kr.

Good Routine - Build Your Joints

5.290 kr.