Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Beinþynning og beinþéttni

Hreyfing



Beinþynning er sjúkdómur sem er töluvert algengari hjá konum en körlum - en beinmassi kvenna nær hámarki við 35 ára aldurinn og fer síðan hægt og rólega minnkandi eftir það. Við tíðarhvörf verður stundum hrun á beinmassa kvenna sem geta tapað um 20-30% beinmassans og það getur sannarlega haft alvarlegar afleiðingar með beinbrotum og veikindum í kjölfarið.

Forvarnir gegn beinþynningu skipta því gríðarlegu máli og felst helst í því að fólk fái nægilegt kalk úr fæðunni og afli sér nægs D-vítamíns en einnig er mjög mikilvægt að stunda reglulega hreyfingu og þá sérstaklega þungaberandi hreyfingu.
Hægt er að mæla beinþyngd í Boditrax tækinu okkar og fylgjast með þróun yfir langan tíma. Ef breytingar verða á beinþyngd þarf að fara til læknis í frekari mælingar.

D-vítamín er nauðsynlegt til þess að við nýtum kalkmagnið úr fæðunni. D-vítamínið verður til í húðinni fyrir áhrif sólarljóss. Það er því um að gera að nýta tækifærið þegar sólin er hvað hæst á lofti og skella sér út í góða veðrið og láta sólina skína á kroppinn um stund. Við sem búum á Íslandi fáum ekki nægilega mikið af sólarljósi yfir veturinn og þurfum því að fá vítamínið úr fæðunni. T.d inniheldur feitur fiskur og eggjarauða mikið D-vítamín - en omega 3 inniheldur ekki D-vítamín.

Hægt er að mæla beinþyngd í Boditrax tækinu okkar í Hreyfingu og fylgjast með þróun yfir langan tíma.