Boditrax leiðbeiningar
Líkamsástandsmæling í Boditrax er háþróuð og nákvæm og hjálpar þér að ná markmiðum þínum á markvissan hátt. Góðir hlutir gerast hægt og getur ástandsmæling aðstoðað þig við að sjá hvort þú bætir við þig vöðvum eða missir fitu. Mælingin hjálpar þér að fylgjast með og meta hvort þú þurfir að gera frekari breytingar eða halda áfram á sömu braut. Við hvetjum þig til þess að mæla þig og setja þér raunhæf markmið.
Tækið er staðsett á 2. hæð í þjálfaraherberginu við hliðina á sal 5 (jógasal).
Fyrsta mæling í Boditrax:
1) Velur REGISTER á skjánum.
2) Skráir inn allar þær upplýsingar sem tækið biður um og velur svo SCAN til að mæla þig. Þú velur lykilorðið.
Mæling:
1) Boditraxmæling er innifalin í námskeiðum og Heilsuaðild en aðrir geta keypt leyfi hér og í móttöku Hreyfingar.
2) Velur LOG IN á skjánum. Ef við höfum valið lykilorðið þitt þá er það „Hreyfing#1“. Þú velur svo SCAN til að mæla þig.
Þegar þú mætir í mælingu ertu berfætt/berfættur og búin að fjarlægja alla skartgripi. Það er best að fara í mælinguna fyrir æfingu eða láta minnst 30 mínútur líða á milli til að fá sem nákvæmastar niðurstöður.
Ef þú vilt fá aðstoð þjálfara við mælinguna getur þú bókað tíma með þjálfara, það kostar 4.900 kr.
Mælingarnar þínar eru á heimasíðunni www.boditrax.com. Einnig er hægt að hlaða niður smáforriti eða “app” til þess að setja í snjallsímann eða spjaldtölvuna sem heitir BodiTrax 2.0.
Login: Netfangið þitt
Password: Lykilorðið sem þú valdir
Líkamsástandsmæling í Boditrax er háþróuð og nákvæm og hjálpar þér að ná markmiðum þínum á markvissan hátt!