Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Einkaþjálfun

Hreyfing


Að fá sér einkaþjálfara hefur marga kosti. Einkaþjálfari getur hjálpað þér að setja réttu markmiðin og hvatt þig til að halda þig á réttri braut. Einkaþjálfarinn getur einnig tryggt að þú gerir æfingar sem henta þér og að þú gerir þær á réttan hátt sem kemur í veg fyrir óþarfa meiðsli og hjálpar þér að ná markmiðum þínum hraðar.

Þegar þú bókar einkaþjálfun, byrjar þjálfarinn á að fara yfir ástand þitt og þið stillið saman strengi, farið yfir væntingar og markmið. Oftast eru síðan gerðar mælingar á ástandi þínu, t.d. í Boditrax, til að markmiðin þín séu mælanleg. Einkaþjálfarinn skoðar hvernig líkamsbeitingingin þín er í æfingunum og prufar sig áfram. Hann heldur síðan utan um prógrammið þitt og breytir og bætir eins og passar hverju sinni.

Árangur með einkaþjálfun fer auðvitað eftir ástandi og ákafa hvers og eins. Oft er mælt með því að fólk mæti 3x í viku til einkaþjálfara og þá ættu flestir að vera farnir að finna verulegan mun á sér eftir einn mánuð. 

Allir geta hagnast á því að hafa óskipta athygli einkaþjálfara og það þarf ekki að vera svo dýrt. Hópeinkaþjálfun er tilvalin fyrir fólk sem vill fá einkaþjálfun en halda kostnaðinum niðri. Einnig er skemmtilegt að þjálfa með hópi af fólki sem hefur svipuð markmið. Hópurinn getur virkað sem frábær stuðningur og hvatning.

Í hópeinkaþjálfun geta 2-4 verið saman og getur verið mjög skemmtilegt fyrir hjón, fjölskyldu eða vini. Sumir einkaþjálfarar búa jafnvel sjálfir til hópa eftir æfingatímum sem fólk óskar eftir. Hópþjálfunin er mjög fjölbreytt og fær hópurinn ýmis verkefni eins og t.d. stöðvaþjálfun þar sem einstaklingarnar fara á milli stöðva.


Hjá Hreyfingu starfar flottur hópur einkaþjálfara með víðtæka reynslu og þekkingu á líkamsrækt og öllu sem viðkemur heilbrigðum lífsstíl.

Bókaðu einkaþjálfun hér!

Tækjakennsla

7.900 kr.

Boditrax mæling

Frá 1.900 kr.

Drink it now - vatnsflaska

3.590 kr. 2.872 kr. -20%
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka