Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Ert þú grunlaus að þróa með þér lífsstílssjúkdóma?

Hreyfing

Ert þú grunlaus að þróa með þér lífsstílssjúkdóma og koma í veg fyrir að komast í þína kjörþyngd?

Blóðsykurinn og efnaskiptin - lykilþættir er varða heilsu og kjörþyngd. 

Sífellt kemur betur og betur í ljós hve líkami okkar er einstakur og ekki eiga sömu lífsreglur við um alla er kemur að því að stuðla að góðri heilsu og langlífi.   Rannsóknir sýna m.a. að líkamar okkar bregðast á afar ólíkan hátt við hinum ýmsum fæðutegundum.   Blóðsykurinn spilar þar lykilhlutverk.   Fæða sem hefur lítil sem engin áhrif á blóðsykur hjá einum getur valdið miklum sveiflum hjá öðrum.   En hvaða máli skiptir það?   Jú, blóðsykurinn hefur áhrif á insúlínframleiðslu sem gegnir afar mikilvægu hlutverki í líkamanum.

Insúlínviðnám veldur sykursýki 2, offitu, lélegu ónæmiskerfi o.fl.

Insúlínviðnám (insulin resistance) er alvarleg heilsufarsógn og því miður afar falið vandamál.  Talið er að um einn af hverjum fjórum Íslendingum glími við sykursýki eða forstig af henni og flestir séu ómeðvitaðir um ástandið, það eru um hundrað þúsund Íslendingar. Lengi hefur verið bent á að innan fárra ára verði sá sjúkdómur eitt helsta heilbrigðisvandamál hins vestræna heims.  Það eru engar ýkjur að segja að insúlínviðnám er í raun helsti valdur að lífsstílssjúkdómum s.s. sykursýki 2, ákv. teg. krabbameins, efnaskiptaskiptasjúkdómum, lélegu ónæmiskerfi o.fl. 

Í áhugaverðu nýlegu forsíðuviðtali DV við Lukku Pálsdóttur hjá Greenfit, sem hefur í um eitt ár mælt efnaskiptaheilsu landsmanna,  greindi hún frá því  að jafnvel íþróttakrakkar í mjög góðu formi mælast með gildi sem geta flokkast sem forstig áunninnar sykursýki. „Það er afar slæm þróun og okkur þykir líklegt að orkudrykkir og allt of unninn matur sé farinn að taka toll af heilsu ungmenna sem á eftir að koma betur í ljós á komandi árum. Það er áhyggjuefni fyrir framtíðina sem ætti að vekja meiri áhyggjur en COVID-faraldurinn. Þetta er mun hættulegri, erfiðari og langvinnari faraldur og á sama tíma dýrari fyrir heilbrigðiskerfið og mun hreinlega setja kerfið okkar góða á hausinn ef við grípum ekki inn í þessa þróun.“

Hvað er insúlínviðnám?

Insúlínviðnám á sér stað þegar frumur líkamans verða  ónæmar fyrir insúlíni.  Þegar við neytum of mikils sykurs og unninna kolvetna (sem meirihluti íslendinga gerir) sveiflast blóðsykurinn upp og myndast þá þörf fyrir mikla insúlín innspýtingu til að ná heilbrigðu jafnvægi á ný.

Miklar sveiflur skapa illt ástand í líkamanum, bólgur, hátt insúlín og fitusöfnun.    Með tímanum hættir líkaminn að „hlusta“ á insúlínið sem leiðir til þróunar á sykursýki 2, hjartasjúkdóma, offitu o.fl. 

Þetta er í raun nokkuð örugg leið til að þróa með sér langvarandi lífsstílssjúkdóma. 

Ljóst er að um grafalvarlegt mál er að ræða og nauðsynlegt að beina augum að vandanum og bregðast við.

“Ultra Human” gefur þér upplýsingarnar sem þú þarft!

Góðu fréttirnar eru þær að nú fást á Íslandi svokallaðir sílesandi blóðsykursmælar fyrir almenning sem festir eru á upphandlegg og mæla stöðugt blóðsykurinn, allan sólarhringinn í 2 vikur og gefa upplýsingar í þar til gert app.   Með slíkum mæli er afar auðvelt að fylgjast með áhrifum sem hinar ýmsu fæðutegundir hafa á þína heilsu. 

Við erum svo sannarlega öll einstök og mikilvægt að vita að genin okkar valda því að líkaminn okkar bregst við á mismunandi hátt svo ekki er hægt að gefa öllum sömu mataræðisleiðbeiningarnar.   Lengi vel voru slíkir mælar aðeins fáanlegir fyrir sykursjúka en sýnt er að um mikilvægar heilsufarslegar upplýsingar er að ræða fyrir alla og það er því mikið gleðiefni að aðgengi að slíkum mæli er orðið almennt.

Blóðsykursmælirinn getur bjargað heilsu og jafnvel lífi þínu því með mikilvægum upplýsingum getur þú gert viðeigandi breytingar til betri heilsu. 

Sjálf hef ég notað Ulta Human blóðsykursmæli og gerði í framhaldi ýmsar mikilvægar lífsstílsbreytingar og hef ég uppskorið betri heilsu og betri líðan.  Ég get ekki mælt nógu mikið með því að fólk fái sér Ultra Human blóðsykursmæli og sjái svart á hvítu hvernig efnaskiptaheilsan þeirra er, enda mun ég halda áfram að nota hann reglulega.   

Sagt er að blóðsykursmælirinn sé hinn nýi hjartsláttarmælir. 

Vil ég ganga svo langt að segja að Ultra Human er byltingarkennt yngingartæki því það gefur þér upplýsingar og um leið tækifæri til að gera breytingar á þinni heilsu og stöðva og jafnvel snúa við þróun er hefði ella flýtt fyrir öldrun og orsakað alvarlega lífsstílssjúkdóma.   

Að lokum vil ég einnig geta þess að ef markmið þitt er að losna við aukakíló er mælirinn  einnig afar gagnlegur því lykillinn að því að líkaminn sé sem hæfastur í að brenna fitu er að blóðsykur sé í góðu jafnvægi og því þarft þú að vita hvaða fæðutegundir henta þínum líkama best til að svo megi vera.  Fitusöfnun er mest í líkamanum þegar efnaskiptin eru í ólagi og blóðsykurinn í  sífelldum sveiflum.  Á sama tíma getur verið illmögulegt  að losna við líkamsfitu fyrr en jafnvægi næst á blóðsykrinum.    Upplýsingar og þekking á þínum líkama og starfsemi hans geta gert kraftaverk fyrir þína heilsu.

Nánari upplýsingar um Ultra Human blóðsykursmælinn hér!

Ágústa Johnson.

Ultrahuman heilsupakki

97.970 ISK 92.092 kr. -6%

Ultrahuman - Sílesandi blóðsykursmælir

Frá 26.990 kr.

Blóðsykursbyltingin

5.990 kr.

Fjórar vikur fjögur ráð

6.990 kr.