Ertu með tæknilega krefjandi æfingu í þinni áætlun?
Það er ágætt viðmið að setja þær æfingar sem þú vilt ná mestum framförum í strax á eftir upphituninni. Þannig eru oft æfingar sem eru tæknilega erfiðar í framkvæmd og krefjast mikillar athygli og eða samhæfingar (t.d. Ólympískar lyftingar og sumar ketilbjölluæfingar) settar framarlega í áætluninni til að tryggja að orka og einbeiting sé til staðar og uppsöfnuð þreyta sé ekki farin að hafa áhrif.
Geturðu ímyndað þér?
Það getur virkað hvetjandi að sjá meiri tilgang í æfingunum sem við gerum í líkamsræktinni.
Reyndu að sjá fyrir þér aðstæður þar sem einmitt sú æfing sem þú ert að gera getur nýtist þér í daglegu lífi, það er yfirleitt ekki svo erfitt með þessar stóru fjölliðamóta-æfingar.
Settu þér markmið og náðu þeim!