Ertu vel útbúin/inn á æfingu?
Það getur skipt miklu máli að vera í viðeigandi skóbúnaði. Vandið valið á skóm og ekki spara við ykkur þar því óhentugir skór geta leitt til meiðsla og annarra álagstengdra verkja.
Veljið skó eftir eftir þeirri hreyfingu sem þið hyggist stunda – alveg bannað að kaupa bara flottustu skóna því þeir lúkka best. Þannig geta hlaupaskór með þykkum mjúkum sóla t.d. verið óhentugir fyrir æfingar sem innihalda mikið af hoppum og stefnubreytingum.
Við mikla notkun missa skórnir smátt og smátt eiginleika sína til að styðja við fótinn í hreyfingum og því getur verið nauðsynlegt að endurnýja reglulega.
Lesið ykkur vel til um mismunandi íþróttaskó áður en lagt er af stað í skókaupin eða fáið aðstoð við kaupin í búðinni.