Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Eru harðsperrur markmið æfingarinnar?

Hreyfing

Harðsperrur koma gjarnan fram eftir erfiða æfingu, æfingar sem við erum óvön að framkvæma eða þegar álagið er aukið skart t.d. þegar maður byrjar aftur að æfa eftir hlé. Örsmáar skemmdir í vöðvum valda þessari tilfinningu sem við þekkjum sem harðsperrur og verða þær oft mestar um tveimur sólarhringum eftir æfinguna. Það er óhætt að æfa og hreyfa sig þegar maður er með harðsperrur og getur það oft flýtt fyrir endurheimtinni og linað sársaukann. Einnig er hægt að notast við teygjuæfingar, nuddrúllur og bolta til að hjálpa líkamanum í endurheimtaferlinu. 

Harðsperrur gefa góða vísbendingu um að líkaminn hafi fengið meira áreiti eða öðruvísí áreiti en hann er vanur. Því getur verið gott öðru hverju að finna fyrir harðsperrum, vitandi vits að viðgerðaferli líkamans er komið af stað og innan tíðar hefur aðlögun átt sér stað og líkaminn orðið sterkari fyrir vikið. 

Það er hins vegar algjör óþarfi að ætla sér að taka svo mikið á því að þú finnir fyrir harðsperrum eftir hverja æfingu. Það þurfa nefnilega ekki allar æfingar að vera “killer” fyrir vöðvana. Ef við vinnum samviskusamlega samkvæmt góðri þjálfunaráætlun safnast þjálfunaráhrifin upp á lengri tíma og þar sem hver æfing byggir ofan á þá sem á undan kom. Skráum niður árangurinn okkar frá byrjun og fylgjumst með framförunum, því þær koma, bara smátt og smátt.


Það er algjör óþarfi að liggja í klakabaði og geta ekki sest á klósettið eftir hverja æfingu af harðsperrum! 

MZ Switch

24.990 kr. 19.992 kr. -20%

Nuddrúllur

3.990 kr. 3.192 kr. -20%

Fitco æfingateygja

1.590 kr. 1.272 kr. -20%
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka