Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Fimm ráð til að koma í veg fyrir bakverki

Hreyfing


Margir kannast við að finna fyrir bakverkjum á einhverjum tímapunkti í lífi sínu en bakverkir geta komið fram af mjög ólíkum ástæðum, til dæmis:
- of stífir eða slappir vöðvar
- ójafnvægi milli styrkleika vöðva
- léleg vöðvastjórnun

Þó eru það nokkrir hlutir sem við getum öll gert til að koma í veg fyrir eða minnka bakverki:

1. Hreyfðu þig! Líkaminn er gerður fyrir hreyfingu en ekki kyrrsetu.

2. Forðastu einhæfar stöður. Þeir sem sitja við skrifborð stóran hluta dags þurfa að passa að breyta reglulega um stöður yfir daginn. Best er ef það er hægt að standa við vinnuna. Einnig þarf að passa upp á fjölbreytni þegar kemur að líkamsstöðu. Það er til dæmis ekki mikil fjölbreytni að fara úr skrifborðsstólnum yfir á hjólið eftir vinnu. Þá er t.d. betra að velja hreyfingu sem opnar brjóstkassann og réttir úr hryggnum.

3. Teygðu á aftanlærisvöðvum. Ef vöðvarnir aftan á lærunum eru það stífir að þú nærð ekki að lyfta fæti í 90 gráður með beint hné, þýðir það aukið álag á bakið. Teygðu því sérstaklega vel á aftanlærisvöðvunum á æfingu til að minnka álagið á bakið.

4. Hlustaðu á líkamann. Þjálfun á að vera langhlaup en ekki spretthlaup. Ef þú finnur fyrir sársauka þarftu að hlusta á líkamann og finna aðrar leiðir til að æfa hann. Það er alltaf hægt að finna lausnir. Margir kunna til dæmis æfingar sem þeir hafa fengið hjá sjúkraþjálfara og þá er gott að grípa í þær þegar hinir í hópnum eru að gera æfingar sem henta þér ekki.

5. Vertu meðvituð/meðvitaður á æfingu. Gerðu æfingarnar frekar hægt og rétt. Ef að þú verður of þreytt/ur í ákveðinni æfingu fer líkaminn að nota aðra vöðva en ætlunin er. Betra er að stoppa, hvíla sig aðeins og byrja svo aftur í góðri líkamsstöðu. Þegar þú ert meðvitaður/meðvituð um æfingarnar sem þú gerir notar þú djúpu stöðugleikavöðvana sem halda okkur í réttri líkamsstöðu.

Heilsu og slökunarnudd í Hreyfing spa

Eykur blóðstreymi og súrefni til vöðva i útlimum. Losar um spennu i líkamanum og er sniðið að þörfum hvers og eins. Áhrifaríkt og markvisst nudd sem losar um bólgur og spennu á tilgreindum svæðum. Dregur úr streitu og þreytu. Veitir góða slökun og vellíðan.

Nuddrúllur

3.990 kr. 3.192 kr. -20%

Nuddboltar stórir

8.990 kr. 7.192 kr. -20%

Nuddboltar litlir

5.500 kr. 4.400 kr. -20%
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka