Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Góð ráð til þeirra sem eru að byrja í ræktinni!

Hreyfing



Nr 1. Jákvætt viðhorf
Það er eitt að taka ákvörðun um að byrja í ræktinni en svo að standa svo við ákvörðunina er allt annar handleggur. Það er mikilvægt að setja sér raunhæf markmið og útbúa æfingaáætlun við hæfi, en íþróttafræðingar Hreyfingar eru boðnir og búnir að aðstoða ykkur við það ef þið kjósið svo. Jákvætt viðhorf til hreyfingar kemur ykkur mjög langt en ef þið eruð ein af þeim sem finnst hreyfing bara alls ekkert skemmtileg þá er samt mikilvægt að reyna koma æfingum inn í áætlunina sem ykkur finnst örlítið skemmtilegar.

Nr 2. Grænt ljós frá lækni
Áður en hafist er handa í ræktinni er ráð að fá grænt ljós frá lækni ef þið glímið við heilsubrest eða undirliggjandi sjúkdóma.

Nr 3. Setjið ykkur markmið
Spyrjið ykkur “afhverju” þið eruð að byrja að hreyfa ykkur?
Skrifið niður ástæðurnar og setjið ykkur markmið með hreyfingunni. Með því móti aukið þið líkurnar á að þið endist út tímabilið og náið þeim árangri sem þið sækist eftir.

Markmiðin þurfa að vera;

  • Sértæk (tilgreina ákveðið atriði)
  • Mælanleg
  • Raunhæf
  • Tímasett
  • Markviss (hluti af stærra markmiði)

Markmiðin knúa okkur áfram í átt að breytingu, án sértækra og raunhæfra markmiða erum við ekki að vinna í átt að neinu sérstöku.

Nr 4. Útbúðu áætlun
Það eru tvö mikilvæg atriði sem þarf að hafa í huga þegar við búum til áætlun; skrifaðu niður hvenær þú ætlar að æfa og hvaða æfingar þú ætlar að framkvæma. Planaðu vikuna og haltu þig við planið.   

Nr 5. Upphitun
Upphitun er og verður alltaf gríðarlega mikilvægur þáttur í því að minnka líkur á meiðslum. Tillaga að dýnamískri upphitun;

  1. Fimm mínútna ganga
  2. Sprellikallar
  3. Sveifla handleggjum
  4. Hnébeygjur
  5. Léttar teygjur

Nr 6. Niðurlag eða “cool down”
Gefið líkamanum tíma í að ná sér rólega niður aftur og hjartslættinum að hægja á sér. Tillögur að niðurlagi;

Róleg ganga
Teygjur
Öndunaræfingar og slökun

Nr 7. Leitið til fagaðila
Ekki vera hrædd við að leita ykkur aðstoðar. Íþróttafræðingar geta leiðbeint ykkur í tækjasalnum og útbúið fyrir ykkur æfingaáætlun ef þið kjósið svo. Ef þið viljið mikið aðhald og aðstoð mælum við eindregið með einkaþjálfun.

Hlustið á líkamann!
Mikilvægast af öllu – hlustið á líkamann og virðið hann! Það er eðlilegt að finna fyrir harðsperrum eftir nýjar æfingar en að finna fyrir verkjum er það ekki. Aldrei framkvæma æfingar í verkjaástandi – þá er rétt að breyta um æfingu/ hvíla eða leita til sjúkraþjálfara eða læknis.

Þá er það komið.

Ertu búin að taka ákvörðun? Ætlarðu að vinna að bættri heilsu þinni?
Þá er ekkert annað í stöðunni en að bretta upp ermar og vinda sér í þetta!

Við aðstoðum þig við að komast af stað og gera Hreyfingu að lífsstíl!

Þú hittir ráðgjafa sem sýnir þér Hreyfingu og gefur upplýsingar um hvaða þjónustuúrval Hreyfingar hentar þér best.

Bókaðu þinn tíma með ráðgjafa hér!

Ultrahuman - Sílesandi blóðsykursmælir

26.990 kr. 21.592 kr. -20%

MZ Switch

24.990 kr. 19.992 kr. -20%

Hreyfing - allur pakkinn

17.960 kr. 14.368 kr. -20%
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka