Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Góð ráð við harðsperrum

Hreyfing

Það kannast allir við að fá harðsperrur eftir að hafa tekið vel á eða gert nýjar æfingar. Að fá harðsperrur er góð tilfinning og óþarfi að gera hlé á æfingum á meðan þær ganga yfir. Harðsperrur geta verið viðvarandi í 1 - 3 daga eftir æfingu og geta haft áhrif á næstu æfingu því þær minnka hreyfigetu og styrk því þær eru bólgur í vöðvum. Auk þess valda þær verkjum og eru einfaldlega bara óþægilegar en ekki hættulegar.

  • Ef þú ert með harðsperrur er best að halda áfram að hreyfa sig en með minna álagi en vanalega. Þú getur t.d. létt lóðin en aukið endurtekningar og passaðu þig að teygja varlega á vöðvunum.
  • Mættu í mjúka tímana þar sem áhersla er á teygjur. Dæmi um góða opna tíma eru Bodybalance, jóga, hot yoga eða foam flex nuddtíma.
  • Notaðu útisvæði Hreyfingar og farðu til skiptis í heita og kalda pottinn, tvisvar til þrisvar sinnum í röð.
  • Ef þær eru mjög slæmar notaðu kæli og hitapoka. Gott er að kæla auma vöðva í 10 mínútur daginn eftir æfingu eða þegar harðsperrur byrja. Hitameðferð er líka hjálpleg og þá virkar best að hafa hitapokann í langan tíma á vöðvanum.

 

 

Notaðu útisvæði Hreyfingar og farðu til skiptis í heita og kalda pottinn, tvisvar til þrisvar sinnum.

Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka