Gyðju-hnébeygjan
Framkvæmdin
Byrjið í standandi stöðu með fætur vel í sundur, rúm axlabreidd á milli fóta og standið örlítið útskeif. Leggið hendur á læri fyrir stuðning. Beygið ykkur niður í hnébeygju þar til þið finnið fyrir góðri teygju í nára og innanlærisvöðvum. Haldið stöðunni í 10 sekúndur réttið þá úr ykkur og endurtakið 10 sinnum. Þessi einfalda æfing eykur liðleika og er styrkjandi fyrir rass og læri – hver elskar það ekki?
Fyrir stirðbusana
Hægt er að gera þessa æfingu auðveldari með því að halda sér í stólbak eða rimla meðan sigið er niður eða einfaldlega að hafa stólinn fyrir aftan sig og tylla sér létt á hann.
Haldið stöðunni í 10 sekúndur réttið þá úr ykkur og endurtakið 10 sinnum.