Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Heilsubrauð Ágústu - ekkert hvítt hveiti

Næring

Það er sífellt að koma betur í ljós hve kolvetni eru í raun óþörf í mataræði okkar og gera okkur almennt lítið gott.  Sykur og hveiti valda bólgum í líkamanum, hækka blóðsykur og geta haft slæm áhrif á meltingarflóruna.  Allt tengist þetta heilsunni okkar.  Því minna af bólgumyndandi fæðu sem við neytum því betri verður líðan okkar og líkur á lífsstílstengdum sjúkdómum s.s. sykursýki o.fl. minnkar til muna.

Við hvetjum þig til að huga að því að gera smám saman breytingar á neysluvenjum þínum til hins betra og velja sem oftast lágkolvetna mataræði.   Hér kemur góð uppskrift af einu besta lágkolvetnabrauði sem við höfum smakkað.  Ágústa bakar þetta reglulega og á til niðursneitt í frystinum. 

Hveitilaust brauð Ágústu

1 ½ b möndlumjöl
1 b bókhveiti ( fæst í Netto)
3 msk chia fræ
3 msk psyllium husk
1 b blönduð fræ (graskersfræ, hörfræ, sólblómafræ)
2 tsk matarsódi
1 tsk sjávarsalt
2 msk hunang (má einnig nota hlynsíróp eða Goodgood sykurlaust síróp)
2 msk eplaedik
2 b. Vatn

Blandið saman öllum þurrefnum í skál.
Blandið saman í aðra minni skál vatni, sætuefni og eplaediki.  Hrærið vel saman m gaffli svo blandist vel vatninu.
Hellið svo vatnsblöndunni yfir þurrefnin og blandið vel og vandlega saman svo úr verður fremur blautur klumpur.
Hyljið skálina með viskastykki og látið standa í um 60 mín eða þar til þurrefnin hafa alveg dregið í sig allan vökvann.

Stillið ofninn á 180°C. Klæðið ca 20-25cm  brauðform með bökunarpappír. Skellið blöndunni í formið og sléttið yfirborð og gætið þess að ekkert loft sé í blöndunni.Bakið í ofninum í um 70 mín. Takið úr ofninum og úr forminu og látið kólna alveg á grind.

Þegar brauðið hefur kólnað fer best á því að skera það í sneiðar og geyma í kæliskáp eða frysti.
Bragðast ljómandi vel með t.d. hummus og gúrku, hnetusmjöri og banana, möndlusmjöri eða avocado og tómati.

Ultrahuman - Sílesandi blóðsykursmælir

Frá 26.990 kr.

Ultra Human Air - Snjallhringur Gold

Frá 64.990 kr.

MyZone Switch

24.990 kr.