Heimaæfing dagsins –15 mínútur
Hver æfing framkvæmd í 45 sekúndur og svo 15 sekúnda pása á milli.
- Fótasveiflur upp við vegg
1) hægri fótur
2) Vinstri fótur - Hendur upp með vegg bakið þétt að vegg (e. Wall slides). Handabök upp við vegg og réttir vel úr handleggjum og rennur handarbökum niður í átt að öxlum og svo alveg upp aftur
- Sprellikarlar
- Hallandi armbeygjur við stól
- Standið við stól og lyftið fæti yfir armana eða stólbakið
1) hægri fótur
2) Vinstri fótur - Skíðakall
- Hnébeygja með nefið að vegg. Stattu eins gleitt og þú þarft og eins nálægt og þú getur
- Há hné
- Taktu þér stöðu með annan fótinn fyrir framan hinn upp við vegg. Settu þungann í fremri fótinn og beygðu ökklann að þeim mörkum að hællinn lyftist
1) Hægri fyrir framan
2) Vinstri fyrir framan - Planki – halda stöðunni
- Hnébeygjuhopp
- Sprettur á staðnum
Hver æfing framkvæmd í 45 sekúndur.