Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Hollráð að hausti

Næring


Þegar kólna tekur úti er fátt betra en að gæða sér á ljúffengri súpu.

Ekki skemmir fyrir ef hún er stútfull af vítamínum og steinefnum.

Um að gera að setja nóg af grænmeti í súpuna og útbúa nógu stóran skammt sem dugar í nokkra daga. Súpur eru nefnilega oft bragðbestar á degi tvö.

Það tekur örstutta stund að hita súpuna upp og því er engin afsökun fyrir okkur að grípa í einhverja óhollustu ef við eigum til súpuskammt í ísskápnum eða frystinum.

Hér er ein holl og góð sætkartöflu súpa frá Önnu Eiríks okkar sem við mælum með: 

Sætkartöflusúpa
Fyr­ir: 4

1 sæt kart­afla
Lít­ill poki gul­ræt­ur
1 lítri vatn
3 msk. græn­metiskraft­ur (ég notaði frá Him­neskri holl­ustu)
3 msk. tóm­at­púrra (ég notaði frá Him­neskri holl­ustu)
Salt & pip­ar eft­ir smekk
(1 1/​2 msk. Moroccan rub frá NOMU, fæst t.d í Fylgi­fisk­um)

Aðferð:

Setjið 1 lítra af vatni í pott og sjóðið. Skrælið sætu kart­öfl­una og gul­ræt­urn­ar, skerið í litla bita (mér finnst best að nota mat­vinnslu­vél til þess að saxa þetta niður í litla bita) og setjið út í vatnið og sjóðið í 15-20 mín­út­ur ásamt græn­metiskraft­in­um og tóm­at­púrr­unni. Kryddið með salti og pip­ar og ef þið eigið Moroccan Rub kryddið þá gef­ur það súp­unni æðis­legt bragð, einnig er hægt að nota í staðinn t.d. piri piri eða annað krydd til að gera súp­una bragðmeiri ef þið eigið ekki Moroccan Rub. Maukið í bland­ara eða með töfra­sprota og njótið vel.



Sjá fleiri góðar uppskriftir á annaeiriks.is

supa.jpg