Hreyfanlegur, stöðugur, hreyfanlegur….
Hvar eigum við að vera liðug og hvar eigum við að vera stöðug?
Þegar við greinum hlutverk og liði líkamans frá fótum og upp má með einfölduðum hætti flokka liðamótin í tvo flokka, stöðuga og hreyfanlega.
Ökklinn ætti að vera hreyfanlegur til að mæta fjölbreyttum hreyfingum og álagi. Hné ætti hins vegar að vera stöðugt og aðeins að hreyfast fram og aftur, á meðan mjaðmaliðurinn ætti að búa yfir miklum hreyfanleika. Sé hreyfanleikinn ekki til staðar í mjöðm eða ökkla getur hreyfing sem annars ætti að fara í gegnum þessa liði verið tekin út í nærliggjandi liðum sem ættu að vera stöðugir eins og mjóbak og hné. Þannig getum við haldið áfram upp stoðkerfið.
Ertum við ofurhreyfanleg?
- Geturðu snert gólfið með flötum lófum standandi jafnt í báðar fætur með bein hné?
- Geturðu beygt þumalfingurinn og snert framhandlegginn?
- Fer olnboginn í yfirréttu?
- Fara hnén í yfirréttu?
- Fer þumallinn í yfirréttu?
Við erum öll mismunandi byggð. Ef þú svaraðir þremur eða fleiri spurningum af þessum fimm játandi þá ertu líklega með mjög mikinn hreyfanleika í liðamótum (e. hypermobililty). Það gæti gefið vísbendingu um að þú ættir frekar að einbeita þér að styrk- og stöðugleikaæfingum frekar en að auka á liðeikann sem er nú þegar mikill. Teygjur er þó enn hægt að stunda með vellíðan að markmiði án þess að reyna að lengja vöðvana mikið í kringum þessa liði.