Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Hunang til heilsubóta

Næring

Nú þegar tími sætinda er að renna upp er mikilvægt að muna eftir slæmum áhrifum hvíta sykursins og þekkja önnur náttúruleg og holl sætuefni sem borðleggjandi er að nota í staðinn.

Hunang er eitt af gjöfum jarðar sem sannarlega getur bjargað okkur í dísætum desember. Þú skalt þó hafa hugfast að í hunangi er náttúrulegur sykur og því skyldi enginn neyta of mikils hunangs, þó bráðhollt sé að öðru leyti. Enda er alltaf að koma betur og betur í ljós hve mikilvægt er að hafa hemil á blóðsykrinum og gæta þess að hann sveiflist ekki mikið yfir daginn.

Hér eru fimm staðreyndir um holla eiginleika hunangs og fleira mætti telja til.

  • Hrátt hunang er sneysafullt af mörgum vítamínum og steinefnum. Í hunangi er A-vítamín, beta-karótín, B-vítamín, C-, D-, K- og E-vítamín. Einnig er hunang ríkt af magnesíum, járni, kalki, potassíum og fleiri steinefnum.

  • Hrátt hunang inniheldur mikið af lifandi ensímum, sem eru bráð holl og góð fyrir líkamsstarfsemina. 

  • Hunang er mjög bakteríudrepandi og sýnt hefur verið fram á að bakteríur geta ekki lifað í hráu hunangi sem gerir það mjög sótthreinsandi.

  • Hunang hefur verið notað til lækninga í áranna rás og öldum saman. Sem svefnmeðal til dæmis og einnig sem sáragræðir. Þá þekkjum við flest gamla húsráðið að drekka te með hunangi til að græða hálsbólgur og söngvarar nýta sér gjarnan hunang til að mýkja raddböndin og hálsinn.

  • Taktu eftir því að til að fara ekki á mis við góða eiginleika hunangsins er afar mikilvægt að velja eingöngu kaldpressað, lífrænt hunang og hrátt hunang sem ekki hefur verið gerilsneytt með hita. Ef hunang hefur verið hitað yfir 40 gráður er búið að skemma góðu ensímin sem hjálpa til við niðurbrot hunangsins og við förum á mis við næringuna og græðandi eiginleika þess.  Hrátt hunang inniheldur náttúrulegar einsykrur (glúkósa og frúktósa).
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka