Hvað setur meltingarlæknir í heilsudrykkinn sinn?
Sífellt kemur betur í ljós hve mikil áhrif þarmaflóran hefur á heilsu okkar og líðan.
Rannsóknir sýna að lykillinn að heilbrigðri og öflugri þarmaflóru er fjölbreytt og næringarríkt fæði og góðgerlar. Grænmeti, ávexti, baunir, spírur, hnetur og fræ ætti að vera hluti af þínu daglega mataræði.
Hér á eftir fylgir uppskrift að næringarríkum heilsudrykk sem fengin er úr smiðju meltingarlæknis og inniheldur góða blöndu af próteini, hollum kolvetnum og fitu, vítamínum, steinefnum og trefjum sem leggja einmitt grunninn að öflugri þarmaflóru!
Uppskrift f. einn
1 b sykurlaus möndlumólk eða hampmjólk
1 skammtur af ósætu próteindufti (súkkulaði eða vanillu t.d.)
¼ b hindber
¼ stk frosinn banani
1 msk hörfræ
1 msk spírur (t.d. brokkólí)
Nokkrar möndlur, valhnetur eða aðrar hnetur að eigin vali
Settu öll hráefnin nema hneturnar saman í blandara eða matvinnsluvél og blandaðu vel.
Valhneturnar mylur þú svo yfir drykkinn!