Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Í leit að aukinni vellíðan!

Hugur Hreyfing

Það er margt hægt að gera til að auka vellíðan. Viðhorf okkar, athygli og forgangsröðun hafa mikið að segja um líðan okkar dagsdaglega. Þegar við erum með athyglina á því góða  í okkar lífi erum við líklegri til að upplifa vellíðan því tengdu. Eins þegar við gefum okkur tíma til að sinna því sem eykur vellíðan okkar og forgangsröðum eftir því, mun vellíðunar stundum fjölga.

Þó við séum öll einstök og með ólíkar þarfir er nokkuð öruggt að þessi fimm atriði sem hér eru talin upp geta aukið vellíðan hjá okkur öllum!

Hreyfðu þig!
Hreyfing bókstaflega eykur vellíðan. Þegar við hreyfum okkur framleiðir líkaminn efni sem kallast endorphin (endorphins). Þessi efni segja heilanum að draga úr verkjum í líkamanum. Til viðbótar eykur endorphin vellíðan í líkamanum, líkt og morfín gerir, en á náttúrulegan máta.

Baðaðu þig sólskini! 
Hleyptu eins mikilli dagsbirtu inn í líf þitt og þú getur. Hvort sem það er að sitja við opinn glugga í vinnunni eða skólanum, æfa í björtu rými, draga gardínurnar sem oftast og mest frá eða dvelja utandyra. Sólarljósið eykur D-vítamín framleiðslu í líkamanum, fyllir okkur orku og eykur vellíðan

Hvíld frá amstri dagsins.
Dragðu úr streituvaldandi þáttum í þínu lífi. Smástreitan er lúmsk! Stöðugt áreiti og langir listar af verkefnum, geta dregið verulega úr vellíðan okkar. Þú getur mætt smástreitunni og aukið vellíðan með því að taka þér reglulega hvíld frá amstri dagsins. Þó ekki sé nema að standa nokkrum sinnum upp frá tölvunni, draga andann djúpt, teygja vel úr þér og leyfa huganum að hvílast um stund hefur góð áhrif. Stutt stund í heita pottinum, sturtubað með lokuð augun og nokkrar mínútur í saunu geta gert kraftaverk. 

Skapaðu þér þína góðu rútínu.
Verkefni, áhyggjur, verkir í líkamanum og daglegt amstur gufa yfirleitt ekki upp af sjálfu sér. Helst viljum við að vandamál okkar hverfi á svipstundu og að aukin vellíðan komi til okkar með skyndilausn. Raunin er hins vegar sú að oftast er tekur ferlið tíma. Við þurfum að breyta einhverju sjálf, tileinka okkur nýjar venjur og losa okkur við “vonda” siði. Langvarandi árangur fæst með mörgum skrefum í rétta átt! Byrjaðu að bæta inn í þína rútínu, litlum atriðum sem auka þína vellíðan. 

Leitaðu þér aðstoðar.
Ráðin hér að ofan eru fyrst og fremst nefnd til að auka meðvitund okkar um eigin líðan og minna okkur á að það er margt smátt hægt að gera til að auka vellíðan. Stundum er staðan hins vegar þannig að meira þarf til og þá er eina vitið að sækja sér aðstoð sérfræðinga.

Bókaðu tíma hjá ráðgjafa, fáðu kynningu á þjónustunni og hvernig Hreyfing getur hjálpað þér.

Ultrahuman - Sílesandi blóðsykursmælir

26.990 kr. 21.592 kr. -20%

Fjórar vikur fjögur ráð

6.990 kr. 5.592 kr. -20%

MZ Switch

24.990 kr. 19.992 kr. -20%
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka