Innkaup og listin við að lesa á umbúðir
Það getur verið erfitt að átta sig innihaldsefnum matvara, sem og fullyrðingum sem koma fram á umbúðum.
Hér koma nokkrir punktar sem þú getur notað til að styðjast við.
- Það innihaldsefni sem er nefnt fyrst er það sem mest er af í vörunni.
- Á flestum vörum á Íslandi er næringargildið gefið upp í 100 g eða 100 ml (þó borðum við kannski 25 g eða 125 g).
- Þó eru sumar vörur (aðallega frá Bandaríkjunum) merktar með skammtastærð, sem getur verið mjög villandi þegar þú skoðar næringargildið. T.d. er skammturinn af Cherrios 30 g (sem er mjög lítið).
- Þó að sykur komi fram neðarlega á listanum, getur varan innihaldið mikið af sykri, þar sem margar tegundir af sykri eru settar í vöruna (t.d. sýróp, glúkósi, strásykur, agave, hunang). Til eru yfir 60 tegundir af sykri.
- Ágætt er að varan innihalda sem fæst innihaldsefni, og að þú getir hreinlega lesið orðin á pakkanum og vitir hvað þau þýða. Egg, gulrót, fiskur, epli innihalda aðeins eitt innihaldsefni.
- Vertu efins ef mikil áhersla er sett á það sem varan inniheldur ekki, því hún inniheldur eitthvað annað í staðinn. Fitulaust - meiri sykur. Sykurlaust - meiri sætuefni.
- Vinsæl orð eins og lífrænt, náttúrulegt, vegan, próteinríkt þýða ekki endilega að varan sé mjög holl.
Gréta Jakobsdóttir
Dr. í næringarfræði og einkaþjálfari