Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Innrauður hiti - Heilsufarslegur ávinningur

Hugur Hreyfing

Innrauður hiti hefur verið nýttur í lækningaskyni og til heilsueflingar í tugi ára og nýtur sífellt meiri vinsælda hjá almenningi. Hvort sem er í líkamsræktarsölum, innrauðum saunum eða jafnvel hitateppum! Þá er innrauður hiti notaður í hitakassa á fæðingardeildum enda nær hann dýpra inn í líkamann en þegar einungis er stuðst við t.d. lofthita. 

Innrauð orka er form orku sem notar ekki loftið til að flytja hita. Minna en 20% af orkunni er notað til upphitunar umlykjandi lofts en yfir 80% fer í að hita líkamann.
Líkaminn hitnar að innan sem gerir það að verkum að þú svitnar meira en í hefðbundnum gufuböðum þrátt fyrir lægra hitastig umlykjandi lofts. Innrauðir ljósgeislar eru í raun hollu geislar sólarinnar.

Í Hreyfingu er hóptímasalur með innrauðum hita og í Hreyfing spa er dásamleg innrauð sauna.

Heilsufarslegur ávinningur innrauðs hita er margvíslegur:

  1. Aukinn liðleiki
    Rannsóknir hafa sýnt að þjálfun í innrauðum hita getur gert fólki kleift að teygja á vöðvum allt að þrefalt meira en við stofuhita. 
  1. Aukið blóðflæði
    Innrauði hitinn reynist örva blóðflæðið og getur haft þau áhrif að blóðþrýstingur lækkar. Súrefnisflæði til líffæra eykst og bætir hæfni líffæranna til að losa sig við eiturefni. 
  1. Eiturefnalosun
    Innrauði hitinn eykur svitamyndun. Með svita losar líkaminn sig f.o.f. við þungmálma en líka önnur eiturefni. 
  1. Eykur heilbrigði húðar
    Aukið blóðflæði um húðina og aukin svitamyndun, sem hreinsar hana, skila sér í heilbrigðari húð.
  1. Hjálpar til við þyngdarlosun
    Í innrauðum hitanum brennum við hitaeiningum. Í hitanum hefur líkaminn meira fyrir því að kæla sig sem þarfnast orku. Innrauði hitinn eykur einnig efnaskiptin í blóði og vefjum sem einnig eykur orkunotkun. 
  1. Verkjastilling
    Þar sem innrauði hitinn nær upp auknum hita í vöðvum, liðamótum og vefjum hefur hann slakandi og losandi áhrif sem hjálpar til við að lina króníska verki og ná fyrr bata.

 

Rannsóknir sýna að innrauðir geislar geta hjálpað til við að:

  • Losa eiturefni úr líkamanum
  • Auka virkni ónæmiskerfisins
  • Styrkja hjarta- og æðakerfið
  • Auka blóðflæði í líkamanum
  • Auka súrefnisflæði 
  • Bæta útlit húðarinnar
  • Styrkja öndunarfærin
  • Brenna kaloríum
  • Auka liðleika liða
  • Fitulosun og minnka cellulite
  • Lækka blóðþrýsting
  • Lækka blóðsykur
  • Lækka kólesteról
  • Minnka verki 
  • Minnka bólgur og bjúg