Jarðarberja próteindrykkur
Ferskur, próteinríkur, bragðgóður og sérlega mettandi drykkur sem inniheldur allt það nauðsynlega, góða næringu, trefjar, góðgerla, holla fitu, og andoxunarefni.
⅔ bolli möndlumjólk
1 skeið vanilluprótein (Now sykurlaust)
¼ bolli grísk jógúrt
5-6 frosin jarðarber (gjarnan lífræn, fást t.d. Í Krónunni frá Grön Balance)
1 msk chiafræ
½ - 1 tsk lífrænt vanilluduft
1 msk möndlusmjör
Góð lúka af ísmolum
Gott ráð: Sniðugt er að gufusjóða slatta af blómkálsgreinum og geyma í frysti. Setja 1-2 litlar greinar út í smúðinga, það bætir við þykkt, hollustu en er svo til bragðlaust.
Mæli einnig með gæða beinmergs próteini frá Ancient Nutrition sem fæst hér