Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Kjúklingabauna-peperonata með Ribeye steik

Næring

Þegar mann grípur löngun í sérlega saðsaman og matarmikinn rétt… þá er hann hér! 

Það sem til þarf:

1 lítill laukur, sneiddur
2 rauðar eða gular paprikur, fræhreinsaðar og saxaðar
3-4 timjan greinar, laufin tínd af stönglinum
2 hvítlauksgeirar, þunnt sneiddir
1 dós af kjúklingabaunum (um 400g), leginum helt af
2 msk balsamedik
2 ribeye steikur (200g hvor)
2 ½ msk ólífuolía
Salt og pipar

 

  • Byrjið á að gera peperonata. Hellið 1 ½ msk af ólífuolíunni á pönnu og setjið hana á hellu við meðalhita. Setjið laukhringina og paprikurnar á pönnuna, stráið timjan blöðunum yfir og steikið í um 10 mínútur, eða þar til grænmetið hefur mýkst. Hrærið í öðru hverju.

  • Bætið sneidda hvítlauknum, kjúklingabaunum og balsamedikinu á pönnuna leggið lok yfir og látið malla í 3-4 mínútur í viðbót, eða þar til hvítlaukurinn hefur mýkst og edikið soðið aðeins niður.

  • Hitið á meðan grillpönnu vel. Kryddið ribeye steikurnar með salti og pipar og penslið þær með afganginum af ólífuolíunni. Þegar farið er að rjúka af pönnunni, grillsteikið þá kjötið í 2-3 mínútur á hvorri hlið (ef þið viljið hafa kjötið medium rare). Takið pönnuna af hitanum þegar kjötið er hæfilega steikt, breiðið álpappír lauslega yfir og látið bíða í 5 mínútur.

  • Þegar bera á réttinn fram, kryddið þá peperonata blönduna með salti og pipar, skerið steikurnar í þunnar sneiðar og setjið allt á tvo diska.

Magn: 2 skammtar

Undirbúningstími: 10 mínútur

Eldunartími samtals: 15 mínútur

Glútenlaust

 

Uppskriftin er úr bókinni Fjórar vikur fjögur ráð eftir Glúkósagyðjuna Jessie Inchauspe. Bókin fæst í vefverslun Hreyfingar

Fjórar vikur fjögur ráð

6.990 kr.

Blóðsykursbyltingin

5.990 kr.

Ultrahuman - Sílesandi blóðsykursmælir

Frá 26.990 kr.