Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Kjúklingur, sítróna og ólífur í eldföstu móti

Næring

Sumir réttir eru svo einfaldir, klassískir og bragðgóðir að þeir eiga heima á öllum blóðsykursjafnandi matseðlum að minnsta kosti vikulega.

Það sem til þarf:

2 kjúklingalæri á beini og með ham
1 sítróna, skorin í geira og steinarnir fjarlægðir
100g blandaðar ólífur, steinlausar
1 rautt chilli grófsaxað (má sleppa)
100g dvergilkál (broccolini) eða spergilkál, endar skornir af stilkum
2 msk ólífuolía
Salt og pipar

Svona er þetta gert:

  • Hitið ofninn í 200°C / 180°C með blæstri. Setjið kjúklingalærin, sítrónubátana, ólífurnar og saxaða chili-ið í eldfast mót. Dreypið ólífuolíunni yfir, kryddið með salti og pipar og steikið í ofninum í hálftíma, eða þar til kjúklingalærin eru elduð í gegn.

  • Takið eldfasta mótið úr ofninum og dreifið dvergil- eða spergilkálinu yfir. Setjið í mótið í ofninn í 5 mínútur í viðbót, þá ætti kálið að hafa mýkst dálítið og tekið svolítinn lit. Setjið kjúklinginn og kálið á tvo diska og berið fram.

    Magn: 2 skammtar
    Undirbúningstími: 7 mínútur
    Eldunartími alls: 35 mínútur

    Glútenlaust


    Uppskriftin er úr bókinni Fjórar vikur fjögur ráð eftir Glúkósagyðjuna Jessie Inchauspe.
    Bókin fæst í vefverslun Hreyfingar.

Fjórar vikur fjögur ráð

6.990 kr. 5.592 kr. -20%

Blóðsykursbyltingin

5.990 kr. 4.792 kr. -20%

Ultrahuman - Sílesandi blóðsykursmælir

26.990 kr. 21.592 kr. -20%
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka