Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Lágkolvetna frækex Ágústu og ljúffengt avokadómauk

Næring
Þetta stökka, lágkolvetna hveitilausa kex er í miklu uppáhaldi hjá Ágústu Johnson. 

Fljótlegt að útbúa og tilvalið að eiga í boxi  og grípa í sem millimál. Ljómandi gott með ýmsu áleggi t.d. osti, hummus, avokado o.fl. 

Við hvetjum ykkur til að prófa!

Lágkolvetna frækex
1/3 b. möndlumjöl
1/3 b. sólblómafræ
1/3 b. graskersfræ
1/3 b. hörfræ eða chiafræ
1/3 b. sesamfræ
1 msk psyllium husk trefjar (fæst í  heilsubúðum)
1 tsk sjávarsalt
1/4 b fljótandi kókosolía eða önnur góð olía
1 b. sjóðandi vatn
Má gjarnan krydda eftir smekk, t.d. m svörtum pipar, chili, sætri papriku, hvítlauksdufti eða hvaða kryddi sem þér dettur í hug. 

Hitið ofninn í 150°C.
Setjið allt saman í skál og sjóðandi vatn og olía síðast.  Blandið vel saman með gaffli.
Leyfið að standa aðeins þar til orðið þykkt m. gel áferð. 
Setjið á bökunarpappír og bætið annari örk af bökunarpappír ofan á.  Rúllið yfir t.d. með kökukefli og sléttið vel úr þar til verður til þunnt og jafnt lag.
Takið efri pappírinn af og bakið neðarlega í ofni í ca 40-45 mín.  Kíkið á annað slagið til að koma í veg fyrir að fræin verði of dökk. 
Slökkvið á ofninum og látið kólna inn í ofninum.    Þegar kexið er orðið alveg þurrt er það tekið úr ofninum, brotið niður og geymt í lokuðu íláti. 

Avokadómauk 
Stappið saman einum mjúkum avókadó með 1 litlu mörðu hvítlauksrifi, sjávarsalti og 4 smátt skornum kokteiltómötum. 
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka