Lágkolvetna múslí og chiagrautur Ágústu
Hér kemur uppskrift af einum uppáhalds morgunverði Ágústu Johnson.
"Ég nota þetta múslí út á lágkolvetna chiagrautinn minn, einstaklega góður og hollur morgunverður sem ég mæli með að þú prufir!"
Chia grautur
3/4 b. chiafræ
3 b. möndlumjólk
Stevia - ca 15 dropar eða eftir smekk
2 tsk vanilludropar
Blandið vel saman í stóra krukku með loki og geymið í kæliskáp yfir nótt.
Lágkolvetna múslí
Hitið ofninn í 160 C°
90 g pekanhnetur - saxaðar
90 g góðar möndlur - saxaðar (ég nota Olio Nitti hvítar, saltaðar sem eru geggjaðar)
50 g graskersfræ
40 g kókosflögur
40 g brasilíuhnetur - saxaðar
3 tsk kanill (ég elska kanil, má vera minna eftir smekk)
1/2 tsk sjávarsalt (má etv sleppa ef notaðar Olio Nitti möndlur)
70 ml kókosolía
1 msk möndlumjöl
1 msk Good good Sweet like syrup
1 tsk vanilla (set gjarnan aðeins rúmlega)
1 eggjahvíta - stífþeytt
Blandið fyrst þurrefnum saman í sér skál, bætið svo olíu, vanillu, sírópi út í þeyttu eggjahvítuna.
Blandið svo öllu vel og vandlega saman.
Dreifið vel úr á bökunarpappír og bakið í u.þ.b. 25 mín.