Lárperu- og límónukaka
Dásamleg hráfæðiskaka sem þú einfaldlega verður að prófa!
Botn:
300-400g döðlur lagðar í bleyti í 10 mín
1.5 bolli kókosflögur
1.5 bolli möndlur
½ tsk sjávarsalt
smá cayenne pipar
Setjið kókósflögur, möndlur og krydd í matvinnsluvél. Hellið vatni af döðlunum, bætið þeim út í og blandið vel saman. Ef blandan er ekki nægilega vel klístruð má bæta smá agave sírópi út í.
Setjið blönduna í form (silikon) og inn í frysti.
Krem:
2 lárperur
¾ bolli agave síróp
¼ bolli safi úr límónu
Allt saman í matvinnsluvél þar til er silkimjúkt. Smyrjið kreminu ofan á kökubotninn og aftur inn í frysti.
Gott er að taka kökuna út 30 mín. áður en það á að bera hana fram. Flott að skreyta með kíwí eða kókosflögum eða jafnvel dökku súkkulaði.
Njótið!