Matcha kollagen nammi
Dásamlegt hollt og fljótlegt heilsunammi frá Jönu og Feel Iceland.
Hráefni
3 bollar kókosmjöl
1 bolli möndlumjöl
1 - 2 msk Feel Iceland kollagen duft
⅓ bolli fljótandi kókosolía
⅓ - ½ bolli fljótandi sæta t.d. Akasíu hunang eða hlynsýróp
½ - 1 msk gæða Matcha te
1 tsk vanilla
Smá salt
Aðferð
Allt sett saman í skál og hrært vel saman. Búið til litlar kúlur og veltið upp úr kókosmjöli, setjið í box og geymið í frysti.
Má líka einfalda og þjappa deiginu á bökunarpappír og frysta, skera svo í litla bita og eiga þannig í frysti.
Uppskriftin er eftir Kristjönu Steingrímsdóttur, Jönu. Jana er ástríðufullur heilsukokkur, heilsumarkþjálfi og jógakennari.
Feel Iceland kollagen fæst í Hreyfingu og í vefverslun.