Máttur jákvæðrar hugsunar
Leiðin að varanlegum árangri er að hugsa jákvætt um breytingarnar sem þú gerir. Vertu ánægð með það sem þú gerir og slepptu því að hugsa um það sem þú gerir ekki. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að jákvæðar hugsanir og bjartsýni hafa styrkjandi og góð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Hreyfing ætti því aldrei að vera „refsing“ sem þarf að afplána enda dregur neikvæð hugsun úr þér kraft og vinnur gegn markmiðum þínum.
Hér er dæmi um neikvæða hugsun:
- Ég ætla að hætta að borða eftirrétti og refsa sjálfri/sjálfum mér með erfiðum aukaæfingum ef mér tekst ekki að sleppa eftirréttnum.
Neikvætt viðhorf gagnvart þjálfun og heilbrigðum fæðuvenjum er ekki líklegt til að skila þér langtíma árangri. Ef þú þvingar þig til þess að halda þig við áætlunina muntu á endanum gefast upp og fara aftur í gömlu venjurnar þínar þar sem þér líður vel í augnablikinu en mjög illa til lengdar.
Hér er dæmi um jákvæða hugsun:
- Ég vil vinna að því að bæta heilsuna mína og ég ætla að byggja upp stæltari, sterkari og flottari líkama.
- Ég styrki sjálfstraustið með því að hreyfa mig og bæti þolið og styrki hjartað. Ég er að auka orku mína.
- Með aukinni orku, bættri heilsu og auknu sjálfstrausti opnast fleiri dyr tækifæra í lífinu.
Jákvætt viðhorf gagnvart þeim breytingum sem þú ert að gera á lífsstíl þínum skiptir sköpum varðandi það hvort þú nærð að gera varanlegar breytingar sem leiða til þess að þú heldur þér í fínu formi og í kjörþyngd alla ævi.
Spáðu í það!
Elskaðu sjálfan(n) þig og hugsaðu um hreyfingu sem lúxus gæðastund í hversdagsleikanum!
Elskaðu sjálfa(n) þig og hugsaðu um hreyfingu sem lúxus gæðastund í hversdagsleikanum!