Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Mikilvægast að mæta!

Hugur

Það gefur augaleið að fyrsta skrefið í átt að heilsusamlegra lífi er einfaldlega að mæta á æfingu. Horfðu á fólkið sem er að æfa með þér í dag og taktu eftir hvað allir eru ólíkir hvað varðar aldur, getu, holdarfar, aga og svo framvegis. Allir eiga það hins vegar sameiginlegt að vera mættir á æfingu.

Það er fullkomlega eðlilegt að suma daga sértu illa fyrir kölluð/kallaður og erfiðara fyrir þig að koma þér í ræktina. Þá daga er best að fara rólega í æfingarnar. Aðra daga kemur þú full/ur af orku og til í öfluga æfingu.

Til að ná árangri skiptir fyrst og fremst máli að mæta reglulega á æfingu og læra að hlusta á líkamann: Bættu við aukaæfingu þær vikur sem þú ert orkumikil/l og taktu vel á. Ef þú ert slöpp/slappur er hægt að fara stutta stund í þoltæki og tækjasalinn og taka sér síðan langan tíma í pottunum og gufunni. Mikilvægast er AÐ MÆTA!

 

Litlu markmiðin eru líka mikilvæg!

Mundu að góðir hlutir gerast hægt. Settu þér líka lítil markmið sem hægt er að ná í dag, til að byggja upp sjálfstraustið, og tengdu heilsuáskorunina þína við jákvæðar tilfinningar, eins og að gefa sjálfri/sjálfum þér hrós fyrir að mæta, því þá eru meiri líkur á því að þú náir árangri.

Vertu stolt/ur af því hvernig þú finnur líkamann styrkjast, hvernig úthaldið eykst og hvernig þér líður eftir æfingar. Notaðu þessar tilfinningar og líðan til að hvetja þig áfram á næstu æfingu.

Það er margvíslegur árangur af hreyfingu sem ekki tengist vigtinni. Í sinni einföldustu mynd snýst heilbrigði jú um að geta gengið upp tröppur, borið innkaupapokana og leikið við börnin og barnabörnin vandræðalaust.

Það gefur augaleið að fyrsta skrefið í átt að heilsusamlegra lífi er einfaldlega að mæta á æfingu!

Bókaðu tíma hjá ráðgjafa, fáðu kynningu á þjónustunni og hvernig Hreyfing getur hjálpað þér.

10 skipta skálakort

18.900 ISK 16.990 kr. -10%

10 skipta drykkjakort

15.900 ISK 13.990 kr. -12%

10 skipta grautakort

7.900 ISK 6.990 kr. -12%