Nuddrúllur
Sjálfsnudd á rúllu er frábær viðbót við líkamsræktina, bæði fyrir og eftir æfingu. Mikilvægast er að ná að slaka vel á á meðan þú nuddar vöðvana.
Í Hreyfingu finnur þú nuddrúllur í teygjusalnum eða fyrir utan sal 1 og sal 5.
Að rúlla vöðva:
- Eykur blóðflæðið til vöðvanna.
- Hjálpar vöðvum í viðgerðarferlinu.
- Undirbýr vöðva fyrir átök.
- Losar um himnurnar sem liggja utan um vöðvana.
- Gerir vöðva lengri og teygjanlegri.
Notaðu rúlluna til að:
- Nudda harðsperrur, daginn eftir að þær ná hámarki.
- Mýkja þreytta vöðva og vöðvabólgu - hvenær sem er.
- Nudda gömul meiðsl og stífa vöðva fyrir æfingu.
Gott að hafa í huga:
- Rúllaðu allan vöðvahópinn nokkrum sinnum. Á meðan á nuddinu stendur þarftu að slaka vel á, sérstaklega þar sem það er sársaukafullt og haltu stöðunni. Andaðu djúpt og rólega.
- Slökunin skiptir meira máli en tíminn sem þú heldur.
- Skiptu svæðinu upp, t.d. lærinu og nuddaðu fyrst efri hlutann og svo þann neðri.
Þú færð nuddrúllur í móttöku Hreyfingar!