Prófaðu tækjasalinn!
Það er frábært að geta farið í tækjasalinn og æft þegar þér hentar. Ef þú kannt á einn tækjasal, þá kanntu á þá alla - og það getur komið sér vel t.d. í fríum því tækjasali er að finna á hótelum um allan heim.
Hér eru einfaldar leiðbeiningar sem gott er að vita þegar þú mætir í tækjasalinn.
Ég er byrjandi:
Veldu tæki sem eru einföld í notkun og lestu á tækin og sjáðu hvernig á að framkvæma æfinguna.
Æfðu alla stóru vöðvahópana: Fótleggi, handleggi, brjóstkassa, bak, kvið og mjaðmir/rass.
Hafðu þyngdina hæfilega þannig að þú getið lyft 10-15x.
Mættu í tækjasalinn 3x í viku.
Þegar þú getur meira, fjölgaðu settum upp í 3. Þá gerir þú 10-15x hvílir á milli og endurtekur.
Teygðu vel á stuttum vöðvum og rúllaðu stífa vöðva.
Ég er með nægan styrk sem ég vil viðhalda:
Gerðu 10-15x endurtekningar af hverri æfingu.
Gerðu 3 sett af hverri æfingu.
Gott að auka eða minnka þyngdir milli setta til að ná hámarks árangri. Passa að seinustu 2-3 endurtekningarnar séu erfiðar.
Notaðu MyZone púlsmæli til þess að vera viss um að þú haldir púlsinum í grænum eins mikið og þú getur.
Ég vil auka styrk:
Hafðu eins þungt og þú treystir þér til og gerðu fáar endurtekningar 5-8x.
Gerðu æfingarnar hægt með góðri stjórn á hreyfingunni.
Gerðu 3-5 sett af hverri æfingu og hvíldu á milli.
Passaðu vel upp á líkamsstöðu og að gera æfingarnar rétt.
Ég vil auka brennslu:
Gerðu margar endurtekningar af hverri æfingu 15-20x.
Hafðu lóðin það þung að það sé erfitt þegar þú ert búin með endurtekningarnar.
Ekki taka pásur á milli, farðu hratt yfir tækin.
Ef upphitun er 20 mín, síðan tækin, taktu aftur 20 mín á upphitunartæki í lokin.
Notaðu MyZone púlsmæli til þess að vera viss um að þú haldir púlsinum í grænum eins mikið og þú getur.
Hreyfing býður upp á nokkrar leiðir til að kenna þér á tækjasalinn og veita þér það aðhald sem þú þarft og óskar eftir.
Bókaðu tækjakennslu:
Þú færð þjálfara til þessa að fara með þér inn í salinn og kenna þér á hvernig þú setur upphitunartækin af stað, hvernig þú stillir tækin þannig að þau passi þér og hvernig þú eykur eða minnkar þyngdir.
Smelltu hér til að bóka tækjakennslu!
Bókaðu einkaþjálfun:
Veldu þér þjálfara og tíma sem passar þér best.
Smelltu hér til að bóka einkaþjálfara
Skráðu þig í Heilsuaðild:
Sem meðlimur í Heilsuaðild ertu m.a. með aðgang að þjálfara í tækjasal sem kennir þér á tækin, setur upp æfingaáætlun, mælir þig og veitir þér aðhald í þjálfun og mætingu.
Smelltu hér til að skrá þig í Heilsuaðild
Njóttu lífsins enn betur með Heilsuaðild í Hreyfingu og náðu þínum markmiðum!
- Þjálfari í sal
Þjálfari Heilsuaðildar hefur umsjón með þjálfun meðlima Heilsuaðildar og hefur viðveru í tækjasal alla virka daga. - Ástandsmælingar
Ýtarlegar líkamsástandsmælingar í upphafi með Boditrax líkamsástandsmælingartæki
og reglulega til að fylgjast með framförum. - Æfingaprógram
Þú færð æfingaprógram sem hentar þér og þínum markmiðum sem er uppfært reglulega til að tryggja góðan árangur og koma í veg fyrir stöðnun. - Aðhald
Þjálfarinn hjálpar þér að halda utan um markmið þín og þjálfun í Hreyfingu, minnnir þig á reglulegar komur og veitir þér aðstoð og hvatningu til að ná þínum markmiðum.