Púlsþjálfun - Af hverju?
Hvernig náum við árangri með því að fylgjast með púls á æfingum?
Púls einstaklinga er eins misjafn og einstaklingarnir eru margir og fer algjörlega eftir líkamlegu ástandi, aldri og virkni. Þegar við mælum púls erum við að mæla hversu oft hjartað fyllist og tæmist á einni mínútu.
Hvíldarpúls og hámarkspúls
Hvíldarpúls er hversu hratt hjartað slær þegar við erum úthvíld og róleg. Hvíldarpúls hækkar eftir því sem við eldumst en er lægri í vel þjálfuðum einstaklingum.
Hámarkspúls fer eftir aldri og er oftast fundinn með því að draga lífaldur frá 220.
Hámarkspúls þrítugrar manneskju er því yfirleitt 190. Ef púls fer yfir hámarkspúls nær hjartað ekki að fylla sig milli slaga og er því að erfiða meira en það gerir venjulega.
Þegar við hreyfum okkur á lægri púls, brennir líkaminn fitu en þegar púlsinn er orðinn hærri og meiri ákefð er á æfingunni þá notar líkaminn kolvetni sem orkugjafa. Það er mikilvægt að blanda rólegum púlsæfingum saman við meiri ákefð til að fá jafnvægi á fitu og kolvetna bruna. Hjartað er vöðvi og þarf á álagsæfingum að halda, þú vinnur samt sem áður í grunninum þegar æfingar eru á lægri púls.
MyZone púlsmælir
MyZone púlsmælirinn notar fimm litakóðuð svæði til að sýna hversu mikið hver og einn er að leggja á sig á meðan æfingunni stendur. Hver litur gefur þér ákveðin stig fyrir hverja mínútu á því svæði, því hærra hlutfall af hámarkspúls því fleiri stig færðu.
Grátt 50 - 59% af hámarkspúls 1 stig
Blátt 60 - 69% af hámarkspúls 2 stig
Grænt 70 - 79% af hámarkspúls 3 stig
Gult 80 - 89% af hámarkspúls 4 stig
Rautt 90 - 99% af hámarkspúls 4 stig
Mælirinn blikkar í þeim lit sem álagið af hámarkspúls er. Þú getur einnig fylgst með litakóðuninni á skjá (síma eða á stórum skjá ef þú ert í hóptíma) þannig auðvelt er að fylgjast með á hvaða svæði álagið er.
Myzone er einstaklega hvetjandi kerfi, þú getur fylgst með vinum og æfingafélögum, þið getið farið í keppni eða hvatt hvort annað áfram með stigasöfnun.
Gráa, bláa og græna svæðið hentar best fyrir upphitun, æfingar á lágri ákefð, hugleiðslu, flæðisæfingar og styrktaræfingar. Þessi svæði eru einnig mikilvæg til að ákvarða getu þína til að jafna þig eftir æfingar á hærri ákefð.
Þú nærð gula og rauða svæðinu á HIIT (e. High Intensity Interval Training) æfingum, þar sem mikill hraði og keyrsla er í gangi. Hvort sem þú ert að hlaupa, taka interval æfingar eða hjóla þungt af krafti. Þá brennir þú fleiri kaloríum og færð fleiri Myzone stig þegar þú nærð inn á þessi svæði í þjálfuninni.
Fæstir ættu að stefna á að vera á rauða svæðinu á hverri æfingu. Það er mikilvægt að finna jafnvægi, nota svæðin sem best og skipta upp dögum jafnvel eftir litunum sem þú vilt æfa eftir.
MyZone kerfið gerir þér einnig kleift að fylgjast með vinum og æfingafélögum og mestu keppnismanneskjurnar geta stofnað til keppni. Heilu æfingahóparnir geta hvatt hvert annað áfram eða staðið í sameiginlegu markmiði.
Þú færð MyZone púlsmæli á Hreyfing.is
„Eftir að ég byrjaði að æfa eftir púls þá hef ég náð gríðarlegum árangri. Í dag hleyp ég hraðar á sama púls og áður í rólegu æfingunum, ég kemst því hraðar yfir á sama álagi og áður. Það er mér mjög mikilvægt að fylgjast með púls því grunnurinn er orðinn sterkari og hraðinn orðinn meiri. Það sem mér finnst annars skemmtilegast við Myzone er að ég get bæði fylgst með mínum æfingum og annarra, svo finnst mér auðvitað ótrúlega skemmtilegt að skora á fólk í keppni og setja mér markmið.“
- 34 ára hlaupari