Róm var ekki byggð á einni æfingu
Það getur tekið langan tíma að byggja upp það form sem við óskum okkur, en það getur tekið aðeins eina æfingu þar sem við ætlum okkur alltof mikið til að ofgera okkur og setja okkur aftur á byrjunarreit.
Hugum að því, munum að árangur í þjálfun líkamans er langtímaverkefni og treystum á uppsöfnuð áhrif þjálfunar.
Mundu eitt skref í einu!
Hrósaðu þér fyrir alla þá hreyfingu sem þú gerir - ekki draga þig niður með því að hugsa um það sem þú hefðir átt að gera eða gerðir ekki.