Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Sjálfstraust, skuldbinding, samkeppni og félagsskapur!

Hugur Hreyfing

Viltu öðlast meira sjálfstraust og skuldbindingu við æfingar, taka þátt í hollri samkeppni og efla félagslega þáttinn?

Þá gæti hópþjálfun verið svarið fyrir þig!

Flestir eru meðvitaðir um ávinning líkamsræktar fyrir líkama og sál – en ekki allir finna hjá sér hvatann og áhugann að mæta á staðinn og sinna æfingunum. Hópþjálfun hefur sýnt og sannað að þeir sem hana stunda eru mun líklegri til að mæta í tímana, framkvæma æfingarnar og gera þær rétt og þar með líklegri til að ná markmiðum sínum.

Af hverju?
“Það er styrkur í fjöldanum!”

  1. Aukið sjálfstraust
    Það er mörgum auðveldara að æfa í hóp heldur en eitt og sér í ræktinni. Þú getur verið viss um að þú sért að gera æfingarnar rétt þegar þú ert undir handleiðslu þjálfarans í tímunum. Í hópatímum er yfirleitt góð blanda af byrjendum og lengra komnum og byrjendur geta því lært heilmargt af hinum reyndari og það virkjar hvetjandi á báða bóga.

  2. Holl samkeppni
    Ein ástæða þess að við virkilega reynum á okkur er keppnisskapið sem leynist í okkur flestum og það virkjast fyrst og fremst þegar við erum á meðal annars fólks í svipuðum aðstæðum.

  3. Meiri skuldbinding
    Þegar þú tilheyrir hóp sem á að mæta nokkrum sinnum í viku á ákveðnum tíma dags þá verður skuldbindingin mikið meiri og þú ert mun líklegri til að standa við áformin um að mæta.

  4. Félagslegi þátturinn
    Þegar þú æfir með hópi fólks þá er mikilvægur og skemmtilegur partur af æfingunni að ræða við félagana sem eru með þér á æfingunni. Oft myndast skemmtileg stemning og fólk fer saman út að borða, saman í pottinn eftir æfingar, fjallgöngur, hittast í drykk og margt fleira skemmtilegt.

 

Í Hreyfingu er mikið úrval spennandi hóptíma og árangursríkra námskeiða.

MyZone Switch

24.990 kr.

Æfingadýna - Prolite

Frá 16.990 kr.

Vatnsflaska - Hreyfing

2.990 kr.