Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Stjórnar vigtin lífi þínu?

Hugur

Heilsurækt hefur svo margvíslegan annan og meiri ávinning heldur en bara þann sem snertir þyngd þína og ummál.

Auðvelt er að láta vigtina hafa of mikil áhrif á okkur og talan á vigtinni verður allt í einu mælikvarði á það hvort við séum að ná árangri eða ekki.

Þú getur mælt árangurinn á margan annan hátt en með vigtinni.  T.d. beint athyglinni að eftirfarandi tíu þáttum og tekið ákvörðun um að gera einhvern þeirra (eða þá alla) að þínum nýja, ráðandi mælikvarða: 

  • Skapið
  • Svefninn
  • Orkuna yfir daginn
  • Vatnsdrykkju
  • Matarlyst
  • Vöðvamassa
  • Styrk
  • Lungnaþol
  • Púls
  • Ákefð æfinga

Þó vissulega geti verið gagnlegt að vigta sig er staðreyndin sú að vigtin gefur okkur aðeins takmarkaðar upplýsingar um heilsu okkar og form. Aðeins töluna um það hve þung við erum en ekki samsetningu líkamans og hlutfall vöðva- og fituvefjar. 

Við erum öll ólík í vexti og líkamar okkar eru einstakir, hver og einn. Ef vigtin hefur verið ráðandi í þínu lífi, letjandi og haft mikil áhrif á líðan þína er kominn tími til að þú skapir þínar eigin mælistikur. 

Hvernig sérð þú fyrir þér heilbrigðara og betra líf? Veldu þér mælistikur sem þjóna þinni sýn og eru hvetjandi, ekki letjandi!

Ultrahuman - Sílesandi blóðsykursmælir

26.990 kr. 21.592 kr. -20%

Ultra Human Air - Snjallhringur Silver

64.990 kr. 51.992 kr. -20%

Boditrax mæling

Frá 1.900 kr.
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka