Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Sviti - Heilsufarslegur ávinningur þess að svitna

Hreyfing

Af hverju svitnum við?
Sviti er leið líkamans til að kæla sig. Þegar svitinn sprettur út um húðina kælist hún við það.

Er hollt að svitna?
Það má segja að það sem við gerum til þess að svitna ráði því hvort og hversu hollt sé að svitna. Ef orsök svitans er líkamleg áreynsla er það vissulega afar hollt en sé ástæðan streita og/eða kvíði er svarið nei.

Afeitrast (e.detox) líkaminn þegar við svitnum?Þegar talað er um eiturefni í líkamanum er átt við efni sem hafa ratað inn í líkamann og hafa óæskileg, “eitrandi”, áhrif á hann til langs eða skamms tíma. Lifrin, nýrun og þarmarnir gegna lykilhlutverki í afeitrun líkamans. Þau sía út hvað mest af óæskilegum efnum eins og E-efni, litarefni, geymsluefni, parabens, transfitusýrur, áfengi, þungmálma og bakteríur, vinna afeitrunina og skila út með þvagi og hægðum. Í svita er hinsvegar margfalt meira magn af þungmálmum að finna heldur en í þvagi og hægðum. Það að svitna er því öflugasta leiðin til að losa líkamann við þungmálma. 

Hvað er í svita?

  • Að mestu leyti vatn.
  • Steinefnasölt (electrolytes), f.o.f. salt (natríumklóríð), kalíum, kalsíum og magnesíum. Þessi steinefnasölt stuðla að eðlilegum vöðvasamdráttum í vöðvum líkamans. Frumur í hjarta, vöðvum og taugum nota einnig elektrólýta til þess að flytja taugaboð til annarra fruma. Þess vegna er mikilvægt að drekka steinefnasölt þegar og eftir að við svitnum mikið.
  • Bakteríur.
  • Eiturefni, fyrst og fremst þungmálmar. 

 

Hvernig kalla ég fram svita?
Líkamleg áreynsla, saunur  og heit böð eru allt góðar leiðir til að kalla fram svita. 

Afar mikilvægt er að hafa í huga að þegar þú svitnar mikið losar líkaminn sig ekki einungis við óæskileg efni heldur líka æskileg efni sem eru honum bráðnauðsynleg, eins og vatn og steinefnasölt. Vertu því viss um að þú bætir þér upp vökvatapið og tapið á þessum góðu steinefnasöltum þegar þú svitnar mikið. Best er að fá næringarefnin úr matvælum, til dæmis með heilsudrykk eftir æfingu. Önnur árangursrík og einföld leið, sem tryggir þér rétta blöndu, er að drekka vatn með steinefnasöltum (electrolytes). 

Það gefur auga leið að ávallt er langbest að forðast óæskilegu efnin í mataræði og umhverfi sínu og hafa skammtana þannig að líkaminn ráði við magnið. Með því forðum við líkamanum frá því að eiturefnin fari að hafa slæm, skaðleg og mögulega langvinn áhrif á líkamlegt ástand okkar og heilsu. Ef þú ert óviss um hvaða efni teljast óæskileg er gott viðmið að gæta hófs og velja þau matvæli (og efni) sem líta nokkurn veginn út eins og þau koma frá náttúrunnar hendi. 

-

Fylgdu okkur á Instagram @hreyfing, Facebook @hreyfing og vertu á póstlista okkar.
Reglulega sendum við innihaldsrík fréttabréf og birtum fróðleik á samfélagsmiðlum okkar um allt það sem hjálpað getur þér til að ná góðum árangri í heilsurækt þinni. 

Camelbak Straw Mug

6.990 kr. 5.592 kr. -20%

Vatnsflaska - Hreyfing

2.990 kr. 2.392 kr. -20%

Chilly's S2

3.990 kr. 3.192 kr. -20%
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka