Þarmaflóran
Leiðin að öflugu ónæmiskerfi liggur í gegnum þarmaflóruna
Fjöldi nýlegra rannsókna sýna að leiðin að öflugu ónæmiskerfi er í gegnum þarmaflóruna. Jafnvel má ganga svo langt að segja að 70% ónæmiskerfisins hvíli í þarmaflórunni!
En þarmaflóran hefur ekki einungis áhrif á ónæmiskerfið, sýnt hefur verið fram á að heilbrigð örveruflóra í þörmunum hefur víðtæk áhrif,
- Ónæmiskerfið er sterkara - fjöldi góðra baktería ræður við fjölda slæmra baktería
- Heilastarfsemi okkar er betri
- Hjarta og æðakerfi okkar er öflugra
- Grunnbrennsla líkamans er betri
- Hormónastarfsemi líkamans er betri og í jafnvægi
- Skapið betra
- Svefngæði meiri
Óheilbrigð flóra veikir þarmaveggina með þeim afleiðingum að þeir verða gegndræpir og óæskileg efni, sem ættu að vera lokuð af í þörmunum og skilað út sem fyrst, sleppa út í blóðið og berast um líkamann með óæskilegum afleiðingum.
Rannsóknir hafa sýnt fram á sterkt samband á milli óheilbrigðrar þarmaflóru og m.a.:
- Lélegs ónæmiskerfis
- Offitu
- Þunglyndis
- Síþreytu
- Minnisleysis og tengdra sjúkdóma
- Mataróþols af margvíslegu tagi
- Húðvandamála af ýmsu tagi
Svona gerum við þarmaflóruna heilbrigðari!
Þarmaflóra mannslíkamans er heilbrigð þegar örverur hennar eru fjölbreyttar og jafnvægi ríkir á milli tegunda. Hún er óheilbrigð þegar örverutegundunum fækkar og ójafnvægi ríkir á milli þeirra (ofgnótt af einni tegund og lítið af annarri).
Það sem tryggir okkur heilbrigða þarmaflóru er í grunninn heilsusamlegur lífsstíll. Þú gerir þarmaflóruna heilbrigða með því að neyta fjölbreyttrar, næringarríkrar fæðu, gjarnan þeirrar sem inniheldur góðgerla, stunda reglulega þjálfun, vera úti í náttúrunni, eiga í góðum persónulegum samböndum, halda streitu í lágmarki og sofa vel.
Settu heilsuna í fyrsta sæti og hugaðu vel að öllum þáttum sem bæta heilsu þína og vellíðan.