Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Þegar þú ert þreytt(ur) - áttu að æfa eða sofa?

Hreyfing

Orkuleysi er áhugavert fyrirbæri.
Jafnvel þó þér finnist þú of þreytt(ur) og orkulaus til að hreyfa þig, getur hreyfingin verið akkúrat það sem þú þarft að gera til þess að sigra höfgann og endurheimta orkuna. 

Rannsókn sem gerð var við University of Georgia leiddi í ljós að þeir sem stunduðu heilsurækt með lítilli ákefð gátu bætt orkustig sitt um 65%. 

Engu að síður koma upp dagar þar sem svefn og slökun eru mikilvægari en líkamleg áreynsla og hreyfing. 

En hvenær eigum við að velja æfinguna og hvenær eigum við að velja hvíldina?

Svefn eða æfing?
Þér gæti liðið eins og þú sért að bregðast sjálfum þér þegar þú hættir við að taka æfingu dagsins. En ef þú svafst illa nóttina áður, mun hvíld gera þér meira gott en æfingin. Líkamsræktin mun veita þér orku í skamman tíma, en hún mun ekki bæta upp fyrir tapaðan svefn og vaxandi þreytu.

Gott viðmið er að ef þú varst varst andvaka, byltir þér mikið um nóttina eða náðir ekki nema kannski 4-5 klst svefni skaltu sleppa æfingunni og næla þér frekar í góða lögn um daginn. Það sama gildir ef þú hefur ekki náð lágmarkssvefni (7-9 klst) í nokkrar nætur í röð. Þá er líkamlega þreytan þannig að hvíld og góður nætursvefn er eina vitið. 

Af hverju ætti svefninn að vera í forgangi?

  • Svefnskortur leiðir til aukinnar framleiðslu á streituhormóninu cortisol. Bættu svo krefjandi æfingu við og þú munt auka enn frekar við cortisol í líkamanum. 
  • Of mikið cortisol hefur margvísleg neikvæð áhrif. Það bælir ónæmiskerfið og eykur niðurbrot vöðva.  Of lítill svefn hefur þar að auki neikvæð áhrif á vöðva endurheimt en mesta endurheimtin á sér stað í djúpsvefni okkar, þegar við losum sem mest af vaxtarhormónum. 
  • Of mikið cortisol getur líka gert það að verkum að við eigum erfiðara með að sofna, jafnvel þó við séum vansvefta og þreytt. Veldu því frekar rólegar æfingar eftir svefnlausa nótt.
  • Svo eru það áhrifin sem þreyta hefur á ónæmiskerfið. Þegar þú ert vansvefta og orkan þín er lág, fer líkami þinn í varnarham svo þú megir lifa af. Líkaminn sparar þá orkuna með því að vísa henni frá ákveðnum svæðum og beina frekar til þeirra sem mestu máli skipta.  Slíkt getur haft varanlega skaðleg áhrif á líkama þinn, líffæri og gerir þig mun viðkvæmari fyrir sýkingum. 

Svefn- og orkuleysi er ekki það sama og andleysi.
Ef þú ert vanur að æfa reglulega en upplifir andleysi einn daginn getur þú haft gott af því að sleppa æfingunni og hvíla hugann. Hinsvegar, getur andleysið líka stafað af of miklu álagi í vinnunni og öðrum streituvaldandi þáttum í lífi þínu. Í þeim tilvikum getur líkamleg áreynsla verið það besta sem þú gerir fyrir þig! Hún losar þig undan streituvaldandi hugsunum og gefur þér aukna orku. Það er ástæða fyrir því að margir líta á líkamsrækt sem hugleiðslu á hreyfingu. 

Mörgum reynist vel að losa sig við streituvaldandi hugsanir með kröftugum og taktbundnum hreyfingum eins og kraftgöngu, hlaupum, á hjólinu, róðravélinni eða stigvélinni. Öðrum þykir gott að gera styrktaræfingar og fá útrás fyrir streituvaldandi hugsanir. Rólegar æfingar eins og jóga og pilates hjálpa þér að stilla hugann og reynast líka vel. 

Niðurstaðan 
Vertu vakandi fyrir því af hvaða toga þreyta þín er. Ef þú ert vansvefta og orkulaus af þeim sökum skaltu sleppa líkamsræktinni þann daginn. Svefninn mun gera heilsu þinni og líkamlegu hreysti meira gott en æfingin. En ef þú ertu orku- eða andlaus af öðrum sökum s.s. vegna álags í vinnunni, skaltu velja líkamsræktina fram yfir svefninn, hún mun skila þér margföldum ávinningi. 

Ultra Human Air - Snjallhringur Silver

Frá 64.990 kr.

MyZone Switch

24.990 kr.

Ultra Human Air - Snjallhringur Gold

Frá 64.990 kr.