Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Þrír trylltir sumardrykkir

Næring

Sumarið er handan við hornið og það styttist í að við svissum ökklasíðum yfirhöfnum og fóðruðum skóm alfarið út fyrir reiðhjólið, strigaskóna og sólarvörnina. 

Árstíðirnar hafa áhugaverð áhrif á hugarfar okkar og daglegt líf. 

Flest okkar þekkjum við af eigin reynslu hvernig lundin léttist með hækkandi sól og rannsóknir styðja einmitt það. Aðrar rannsóknir sýna að jafnvel þó við höfum aðgang að sömu matvælunum allan ársins hring, þá sækjum við í ferska og létta fæðu á sumrin en fitumeiri og þyngri mat á veturna.

Þá sýna rannsóknir að grunnbrennsla mannslíkamans er minni á veturna og við höfum tilhneigingu til að fitna þá en á sumrin grennumst við aftur þegar grunnbrennslan er á ný orðin meiri. 

Heilastarfsemi virðist líka árstíðabundin þannig að á haustin eigum við auðveldast með að læra en það verður smám saman erfiðara þegar líður á veturinn og erfiðast í lok hans, um vorið. Á sumrin eykst svo aftur geta okkar til að læra þar til hún nær hámark á ný um haustið.

Þannig virðast sumarmánuðirnir hafa margvísleg uppbyggileg og jákvæð áhrif á okkur og því sannarlega tilefni til að hlakka til sumarsins!

Hér höfum við sett saman uppskriftir að nokkrum ljúffengum og ferskum heilsudrykkjum sem fara svo sannarlega vel við komandi árstíð! Þeir innihalda allir fjölbreytta og holla plöntufæðu og góða næringu. Við vonum að þeir geti orðið þér innblástur við heilsudrykkjagerð og að þér þyki þeir jafn góðir og okkur! Það er um að gera að prófa reglulega ný matvæli og reyna að fjölga plöntutegundunum!  

 

Súkkulaði kirsuberja
1 b frosin kirsuber 
1 b spínat
1 b ósæt jurtamjólk
1 skammtur ósætt súkkulaði prótein
½ msk kakó
1 msk chia fræ
½ bolli frosin hindber/brómber 
Bourbon vanilla á hnífsoddi
½ b ísmolar 

Mangó lime
1 mangó (eða 1 b frosið mangó)
1 væn lúka spínat eftir smekk
½ avocado 
½ banani
½ kíví 
safi úr ½ límónu
1½ medjool daðla
1 msk fljótandi kókosolía
Bourbon vanilla á hnífsoddi
1 b ósæt jurtamjólk (eða vatn)
Tilvalið að bæta út í fræjum, t.d. 1 msk af hörfræum eða hampfræjum


Kókos ananas
1 b ferskur eða frosinn ananas
½ banani
½ - 1 skammtur ósætt vanilluprótein
1 msk kókosolía
1 msk chia fræ
¾ b ósæt kókosmjólk
½ - 1 b ísmolar

Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka