Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Út að borða

Næring


Með smá undirbúningi getur þú auðveldlega leyft þér að fara út að borða á veitingastað þó þú sért að reyna að léttast. Flestir veitingastaðir bjóða upp á hitaeiningasnauða valmöguleika.

Kynntu þér matseðilinn, ákveddu hversu margar hitaeiningar þú ætlar að leyfa þér að borða og fáðu þér létt nasl áður en þú leggur af stað. Það minnkar líkurnar á því að þú fallir fyrir freistingum eða borðir of mikið.
Gamla góða máltækið er enn í gildi: Allt er best í hófi!

Að fara út að borða þarf heldur ekki bara að snúast um matinn. Njóttu þess einfaldlega að spjalla og vera í góðum félagsskap.

Þegar þú kemur á veitingastaðinn geturðu haft ákveðin atriði í huga sem hjálpa þér að halda í hófið:

  • Fáðu þér vatn um leið og þú kemur á staðinn. Það dreifir athyglinni og hjálpar þér að forðast brauðkörfuna.
  • Tilvalið er að panta sér salat í forrétt til að fá ráðlagðan dagsskammt af grænmeti og trefjum.
  • Veldu hitaeiningasnauðan drykk eins og vatn með sítrónu, sykurlausan drykk eða lítinn skammt af venjulegum drykk.
  • Neyttu áfengis í takmörkuðu magni fyrir matinn. Áfengi getur aukið matarlistina og er ríkt af hitaeiningum.
  • Fáðu sósuna í séríláti eða til hliðar.
  • Athugaðu hvort þú getir fengið minni skammtastærð, t.d. hádegisverðarstærð.
  • Haltu þig við einfaldleikann með því að panta grillað eða bakað, magurt kjöt, fisk eða fuglakjöt. Grænmetið er best hrátt, gufusoðið eða soðið - án olíu eða smjörs.
  • Fáðu þér grænmeti sem meðlæti í staðinn fyrir franskar kartöflur eða bakaða kartöflu.
  • Veldu súpur sem eru lagaðar úr soði eða tómötum í stað þeirra rjómalöguðu.
  • Veldu salat án brauðteninga eða beikonbita og farðu varlega í ost og hnetur. Hafðu salatsósuna í sér íláti.
  • Borðaðu aðeins helminginn af brauðinu sem fylgir hamborgaranum eða samlokunni. Sum hamborgarabrauð innihalda allt að 400 hitaeiningar.
  • Vandaðu valið á sósunni. Veldu sinnep í stað majóness og notaðu salsa í stað þess að nota sýrðan rjóma.
  • Notaðu „gaffal aðferðina“ þegar þú borðar salat - þ.e. dýfðu gafflinum í salatsósuna áður en þú stingur honum í salatið.
  • Leggðu gaffalinn niður milli bita. Þannig lengir þú þann tíma sem það tekur að borða og gefur líkamanum góðan tíma til að meta hvenær hann verður saddur.
  • Borðaðu rólega og spjallaðu á meðan þú borðar. Gefðu heilanum tíma til að meðtaka hvað þú ert að borða. Þegar þú finnur að þú ert orðin/n södd/saddur, leggðu gaffalinn niður og biddu þjóninn að taka diskinn af borðinu.
  • Pantaðu ávexti sem eftirrétt eða slepptu eftirréttnum og fáðu þér frekar gott kaffi með fitulausri mjólk.
  • Ef sætindaþörfin tekur yfirhöndina, deildu þá eftirrétti með fleirum. Einn eftirréttur og fjórir gafflar ætti að duga.

Að fara út að borða þarf heldur ekki bara að snúast um matinn. Njóttu þess einfaldlega að spjalla og vera í góðum félagsskap!