Vatn! Ertu í alvörunni að drekka nóg?
Vatn getur gert kraftaverk! Ertu viss um að þú sért að drekka nóg vatn?
Rannsóknir hafa sýnt að þegar þú drekkur nóg af vatni:
- Ertu orkumeiri.
- Fær húð þín á sig náttúrulegan ljóma.
- Verður hugsun þín skýrari og skarpari og þú átt auðveldara með að einbeita þér.
- Líður þér eins og þú sért mett(ur). (Oft telur fólk sig vera svangt þegar það er í raun þyrst.)
- Verður meltingin betri.
Rannsóknir hafa líka sýnt og sannað að:
- Þú verndar nýrun með því að drekka nóg af vatni. Nýrun jafna blóðþrýsting og hjálpa til við að hreinsun úrgangsefna.
- Þú eykur orku þína með nægri vatnsdrykkju sem gerir þig öflugri í heilsuræktinni. Rannsóknir hafa sýnt að atvinnu íþróttafólk sem drekkur nóg af vatni nær meiri árangri en þeir sem ekki gæta þess. Vöðvar eru að mestu byggðir upp af vatni og því er mikilvægt að drekka nóg vatn svo þeir geti orðið stinnir og sterkir. Þegar þú drekkur nóg vatn yfir daginn sefur þú líka betur, sem skilar sér í aukinni orku og lífsgæðum.
- Jafnvel smávægileg ofþornun getur haft neikvæð áhrif á skap þitt og hugsun.
- Þú getur komið í veg fyrir, hjálpað til við og snúið við hægðatregðu þegar þú drekkur nóg af vatni.
- Þú getur komið í veg fyrir og lagað höfuðverk, jafnvel mígreni, með því að drekka nóg af vatni.
Reyndu að drekka 8 glös af vatni á dag!
Þegar við vöknum á morgnana má segja að líkami okkar flestra sé of þurr (e. dehydrated). Það er því afar gott ráð að byrja daginn á því að drekka tvö vatnsglös. Þessi tvö vatnsglös geta gert mikið fyrir þig. Þau munu nýtast meltingarfærum þínum vel, nýrum og heila, og koma jafnvægi á kerfið áður en þú borðar neitt annað.
Ef þú átt erfitt með að muna eftir vatninu eða þér vex magnið í augum gætir þú haft það sem reglu að byrja daginn á 2 vatnsglösum og fá þér síðan 2 vatnsglös með hverri máltíð.
Hreint sódavatn, án nokkurra viðbættra efna er fínt líka, en mikilvægt að drekka hreint flatt vatn líka.
Ef þér þykir vatn óspennandi og þér leiðist að drekka vatn, prófaðu þá að setja út í það:
- Ísmola! Ísmolar gera oft gæfumuninn
- Sítrónu eða límónu
- Appelsínusneiðar
- Engifer
- Myntulauf
- Vatnsmelónu (eða vatnsmelónu og myntu)
- Dropa af hunangi
Fylgdu okkur á Instagram @hreyfing - Þar sérðu lífið í Hreyfingu.
Fróðleikur, hvatning, heilsusamlegar uppskriftir og fleira sem þú vilt ekki missa af!