Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Bóka tíma

BL+ Endurnýjun (30 mín)

30 mínútna andlitsmeðferð sem endurnýjar, dregur úr fínum línum, bætir áferð og ásýnd húðar.

Bl+ er fljótleg en öflug andlitsmeðferð. Í meðferðinni er notað Aquapeel tækni sem með aðstoð hljóðbylgja djúphreinsar húðina á mildan en áhrifaríkan hátt, fjarlægir óhreinindi, dauðar húðfrumur, eykur blóðflæði til húðarinnar og hámarkar upptöku virkra efna Blue Lagoon Skincare húðvaranna

BL+ Endurnýjun felur í sér:

  • Hreinsun
  • Djúphreinsandi Silica Mud maska
  • Aquapeel-meðferð
  • Maska valinn eftir húðgerð 
  • BL+ krem og serum

Bókaðu þína BL+ endurnýjun hér

BL+ Mótun (45 mín)

45 mínútna andlitsmeðferð sem mótar, lyftir og dregur úr fínum línum og eyku ljóma húðarinnar.

BL+ Mótun er andlitsmeðferð sem parar saman hljóðbylgjur og hinn byltingarkennda BL+ COMPLEX. Meðferðin örvar nýmyndun kollagens, bætir teygjanleika og þéttleika húðar, stuðlar að frumuendurnýjun og hámarkar upptöku virkra efna Blue Lagoon Skincare húðvaranna.

Tilvalin meðferð fyrir sérstök tilefni þar sem sjáanlegur munur er á húðinni eftir einungis eina meðferð.

Fyrir hámarks árangur er mælt með að koma í 6 til 10 skipti í senn. 

BL+ Mótun felur í sér:

  • Hreinsun
  • Djúphreinsandi Silica Mud maska
  • Rakagefandi Mineral Mask
  • Hljóðbylgju-meðferð
  • BL+ krem og serum

Bókaðu þína BL+ Mótun hér.

BL+ Endurnýjun & Mótun (60 mín)

60 mínútna andlitsmeðferð sem endurnýjar og mótar, degur úr fínum línum, bætir áferð húðar og veitir líflegt yfirbragð.

Áhrifarík andlitsmeðferð sem sameinar BL+ Endurnýjun og BL+ Mótun. Með Aqua Peel tæki er húðin djúphreinsuð á mildan en öflugan hátt. Í kjölfarið eru paraðar saman hljóðbylgjur og hinn byltingarkenndi BL+ COMPLEX til að örva nýmyndun kollagens til að bæta teygjanleika og þéttleika húðar, stuðla að frumuendurnýjun og hámarka upptöku virkra efna Blue Lagoon Skincare húðvaranna.

Tilvalin meðferð fyrir sérstök tilefni þar sem sjáanlegur munur er á húðinni eftir einungis eina meðferð.

Fyrir hámarks árangur er mælt með að koma í 6-10 skipti í senn.

BL+ Endurnýjun & Mótun felur í sér:

  • Hreinsun
  • Djúphreinsandi Silica Mud Mask
  • Aquapeel meðferð
  • Rakagefandi Mineral Mask
  • Hljóðbylgju-meðferð
  • BL+ krem og serum

Bókaðu þína BL+ Endurnýjun & Mótun hér.

BL+ Eðal (90 mín)

90 mínútna upplifun sem endurnýjar og mótar, dregur úr fínum línum, bætir áferð húðar og veitir vellíðan á líkama og sál.

BL+ Eðal upplifun sameinar árangursríka andlitsmeðferð og dásamlegt nudd. Notuð er Aquapeel tækni til að djúphreinsa húðina á mildan en öflugan hátt ásamt hljóðbylgjum sem móta og lyfta húðinni. Hljóðbylgjurnar eru paraðar með hinum byltingarkennda BL+ COMPLEX til að örva nýmyndun kollagens, bæta teygjanleika og þéttleika húðar, stuðla að frumuendurnýjun og hámarkar upptöku virkra efna Blue Lagoon Skincare húðvaranna.

BL+ Eðal andlitsmeðferðin er kórónuð með andlits- og herðanuddi til að hámarka slökun og vellíðan. 

 BL+ Eðal felur í sér:

  • Hreinsun
  • Djúphreinsandi Silica Mud Mask
  • Aquapeel meðferð
  • Endurnærandi nudd á andlit, háls og herðar
  • Rakagefandi Mineral Mask
  • Hljóðbylgju-meðferð
  • BL+ krem og serum

Bókaðu þína BL+ Eðal hér

VIÐ HVERJU MÁ BÚAST

Í BL+ andlitsmeðferðunum eru notaðar húðvörur frá Blue Lagoon Skincare.
Þær byggja á einstökum lækningarmætti Bláa Lónsins og lífvirkum
innihaldsefnum þess; jarðsjó, kísil, örþörungum ásamt hinu byltingarkennda innihaldsefni BL+ COMPLEX.

BL+ COMPLEX sameinar örþörunga og kísil Bláa Lónsins í háþróuðu flutningskerfi sem er hannað til að koma þeim djúpt niður í húðlögin og hámarka virkni þeirra. BL+ COMPLEX vinnur gegn öldrun húðar með því að vernda kollagenbirgðir, örva nýmyndun kollagens og styrkja náttúrulegt varnarlag húðar.

BL+ COMPLEX er einstakt innihaldsefni á heimsvísu sem einungis er að finna í BL+ vörulínunni þar sem við pörum hann saman við önnur virk innihaldsefni. Til að fræðast meira um BL+ COMPLEX og vörurnar sem við notum í
andlitsmeðferðum okkar er tilvalið að heimsækja vefverslun okkar.

BL+ Aqua Peel og Hljóðbylgjumeðferðir - Frábendingar

Mineral Mask

Frá 5.500 kr.

Silica mud mask

Frá 5.500 kr.

BL+ Eye Serum

17.900 kr.

BL+ The Serum

Frá 17.900 kr.

BL+ eye cream

Frá 8.900 kr.

BL+ The Cream

Frá 8.900 kr.