Keyrsla - Hvatning - Sviti - Orkumikil tónlist!
Kraftmikið og árangursríkt námskeið í 34° heitum sal.
Fjölbreytt æfingakerfi þar sem lögð er áhersla á að auka grunnbrennslu líkamans með hnitmiðaðri styrktarþjálfun, bæta þol og liðleika. Heit Áskorun Nadiu er leiðin þín til heilbrigðari lífsstíls og aukinnar vellíðan. Notuð eru fjölbreytt árangursrík æfingakerfi: Hot HIIT, Hot Fitness, Hot Barre, Hot Burn, Foam flex o.fl.
*Í þessum tíma eru þátttakendur ekki í skóm. Einnig er nauðsynlegt að mæta með jóga handklæði, stórt handklæði eða eigin dýnu.
Innifalið:
- Þjálfun 2x í viku
- Aðgangur að lokuðum FB hóp
- Fróðleikur og fræðsla sent út reglulega til að hvetja þig enn frekar áfram
- Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
- Aðgangur að Heilsusíðum Hreyfingar
- Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
- Aðgangur að útiaðstöðu, jarðsjávarpotti og gufuböðum
Minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.
**ATH! Ef þú átt inneign upp í námskeið og vilt nýta hana þarft þú að vera innskráð/ur á Mínar síður áður en þú skráir þig á námskeiðið. Þá dregst inneignin sjálfkrafa frá námskeiðsgjaldinu.
„Nadia er frábær þjálfari, er búin að vera á námskeiði hjá henni síðan í mars 2022 og langar að halda áfram í haust. Elska hvað hún ert orkumikil og mikill peppari. Takk kærlega fyrir mig!“